Fræðslunefnd

433. fundur 14. október 2021 kl. 08:00 - 09:55 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Þóra Marý Arnórsdóttir varamaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá

1.Verkefnalisti fræðslunefndar 2020-2021 - 2020090032

Farið yfir verkefnalista fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Reglur um umsókn og innritun í grunnskóla Ísafjarðarbæjar - 2021100028

Lögð fram drög að reglum um umsóknir og innritun í grunnskóla Ísafjarðarbæjar. Einnig kynnt bréf forráðamanns þar sem óskað er eftir tvöfaldri skólavist barns.
Fræðslunefnd vísar reglum um umsókn og innritun í grunnskóla Ísafjarðarbæjar til bæjarstjórnar til samþykktar. Reglur um tvöfalda skólavist lagðar fram og starfsmönnum skóla- og tómstundasviðs falið að vinna málið áfram.

3.Afsláttur á dagvistargjöldum í leikskóla. - 2021090081

Kynnt drög að reglum er varða afslátt á dagvistargjöldum í leikskólum Ísafjarðarbæjar.
Fræðslunefnd samþykkir að breyta reglum um afslátt á davistargjöldm fyrir foreldra í námi utan vinnumarkaðar. Starfsmönnum skóla- tómstundasviðs falið að uppfæra reglur og leggja fyrir næsta fund fræðslunefndar.

4.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011

Lagt fram til umræðu aðalskipulag Ísafjarðarbæjar.
Starfsmenn skóla- og tómstundasviðs vinna áfram með stefnumótun aðalskipulags og senda texta á nefndarmenn.

Fundi slitið - kl. 09:55.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?