Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
432. fundur 23. september 2021 kl. 08:00 - 09:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Finney Rakel Árnadóttir varamaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Áheyrnafulltrúar leikskóla, Helga Björk Jóhannsdóttir og Jóna Lind Kristjánsdóttir.
Áheyrnafulltrúi grunnskóla, Jóna Lára Sveinbjörnsdóttir.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar 2020-2021 - 2020090032

Farið yfir verkefnalista fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir hver staðan er á þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.

2.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011

Lagt fram til kynningar gildandi aðalskipulag Ísafjarðarbæjar. Nefndin á að skila af sér stefnumótun í þeim málaflokkum sem heyra undir fræðslunefnd fyrir endurskoðun aðalskipulagsins.

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulagsráðgjafi, kemur á fundinn undir þessum lið og kynnir vinnuna við gerð nýs aðalskipulags Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram til kynningar.

3.Skólalóðin við Grunnskólann á Ísafirði - 2021080048

Á 431. fundi fræðslunefndar þann 31. ágúst 2021 var lagt fram bréf frá Sveinfríði Olgu Veturliðadóttur, skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði, vegna ástands skólalóðarinnar, sem þarfnast endurbóta. Fræðslunefnd frestaði málinu til næsta fundar.

Axel R Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs, kemur á fundinn undir þessum lið.
Starfsmönnum skóla- og tómstundasviðs falið að koma með uppbyggingaráætlun fyrir skólalóð Grunnskólans á Ísafirði á næsta fund.

4.Starfsáætlanir og skýrslur grunnskóla Ísfjarðarbæjar starfsárið 2021-2022 - 2021090079

Lögð fram starfsáætlun Grunnskólans á Suðureyri, skólaárið 2021-2022.
Lagt fram til kynningar.

5.Gjaldskrár skólasviðs - 2021080049

Lagðar fram til umræðu hugmyndir að gjaldskrá skólasviðs Ísafjarðabæjar frá 1. janúar 2022
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrár sem heyra undir nefndina. Þar á meðal er gerð tillaga um að stök skólamáltíð í grunnskólum lækki úr kr.540 í kr.490. Jafnframt að tímagjald í dægradvöl lækki úr kr.400 í kr.390 og að hámarksgjald fyrir vist barna á mánuði lækki úr kr.19.300 í kr.18.900.
Fylgiskjöl:

6.Skóladagatöl leikskóla skólaárið 2021-2022 - 2021040011

Lagt fram bréf frá Sigríði Önnu Emilsdóttur, leikskólastjóra á Grænagarði, þar sem hún upplýsir fræðslunefnd um breytingar sem gera þarf á skipulagsdegi sem áætlaður var á samþykktu skóladagatali þann 15. október, en hann þarf að flytja til um viku eða til 22. október. Einnig bréf frá Helgu Björk Jóhannsdóttur, leikskólastjóra Sólborgar, þar sem hún óskar eftir að færa til skipulagsdaga sem samþykktir voru á skóladagatali 2021-2022. Þessar breytingar eru m.a gerðar til að samræma lokanir leikskólanna hér í Skutulsfirði.
Fræðslunefnd samþykkir breytingarnar á skóladagatölum leikskólanna.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?