Fræðslunefnd

431. fundur 31. ágúst 2021 kl. 08:15 - 09:05 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Elísabet Samúelsdóttir boðaði forföll og
Nanný Arna Guðmundsdóttir boðaði varamann, sem boðaði forföll.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar 2020-2021 - 2020090032

Farið yfir verkefnalista fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir hver staðan er á þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.

2.Neyðarhnappur á skjáborð spjaldtölva nemenda í grunnskólum Ísafjarðarbæjar - 2021080070

Lagt fram til umræðu mál að beiðni Jónasar Þórs Birgissonar fulltrúa D-listans í fræðslunefnd. Er varðar vitundarvakningu og stuðning við börn á grunnskólaaldri og hvort settur verði neyðarhnappur í spaldtölvur nemenda, til að auðvelda þeim að tilkynna til barnaverndar, ef þau telja sig, önnur börn eða fjölskyldur séu mögulega hjálparþurfi.
Fræðslunefnd felur starfsmönnum skóla- og tómstundasviðs að vinna áfram með málið.

3.Verkefni HLH - 2020080061

Lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, er varðar endurskoðun á skólastarfi og skólastefnu Ísafjarðarbæjar. Aamkvæmt úttekt á rekstri, stjórnsýslu og fjármálum Ísafjarðarbæjar árið 2020 af HLH ráðgjöfum, var það ein af tillögum HLH ráðgjafa að skólastarf og skólastefna Ísafjarðarbæjar yrði tekin til endurskoðunar með hliðsjón af breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu. Núverandi skólastefna er frá árinu 2017.
Fræðslunefnd samþykkir að farið verði í endurskoðun á skólastefnu Ísafjarðarbæjar og felur starfsmönnum skóla- og tómstundasviðs að kanna mögulegar útfærslur á verkinu.

4.Gjaldskrár 2022 - 2021050043

Lagt fram til umræðu hugmyndir að gjaldskrá skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðabæjar frá 1. janúar 2022
Fræðslunefnd felur starfsmönnum skóla- og tómstundasviðs að afla frekari gagna fyrir næsta fund.

5.Framúrskarandi skólaumhverfi - hvatningaverðlaun til skóla - 2021060029

Kynnt drög að reglum vegna úthlutunar hvatningaverlauna til skóla sem þykja hafa skarað fram úr í skólaumhverfi sínu.
Fræðslunefnd samþykkir vinnureglurnar fyrir hvatningaverðlaun fyrir skólastarf í Ísafjarðarbæ.

6.Skólalóðin við Grunnskólann á Ísafirði - 2021080048

Lagt fram bréf frá Sveinfríði Olgu Veturliðadóttur skólastjóra Grunnskólans á Ísfirði vegna ástands skólalóðarinnar, sem þarfnast endurbóta.
Fræðslunefnd frestar málinu til næsta fundar.

7.Kennslustundaúthlutun grunnskóla skólaárið 2021-2022 - 2021040055

Lögð fram beiðni frá Ernu Höskuldsdóttur skólastjóra grunnskólans á Þingeyri um aukningu á kennslustundum.
Fræðslunefnd vísar í reglur um kennslustundaúthlutun í grunnskólum Ísafjarðarbæjar og hafnar erindinu þar sem gæta þarf jafnræðis milli skóla.

8.Starfsáætlanir og skýrslur grunnskóla Ísafjarðarbæjar starfsárið 2020-2021 - 2020110059

Lögð fram skýrsla um innra mat í Grunnskólanum á Ísafirði og Grunnskólanum á Suðureyri, skólaárið 2020-2021. Einnig ársskýrsla Grunnskólans á Suðureyri fyrir skólaárið 2020-2021.
Lagt fram til kynningar.

9.Ytra mat á grunnskólanum á Þingeyri og grunnskóla Önundarfjarðar 2019 - 2019070017

Lögð fram til kynningar umbótaáætlun vegna ytra mats árið 2019 í Grunnskóla Önundarfjarðar, staðan í júlí 2021.
Lagt fram til kynningar.

10.Ytra mat á leikskólunum Grænagarði og Laufási - 2019070007

Lögð fram til kynningar umbótaáætlun vegna ytra mats árið 2019 í leikskólanum Grænagarði Flateyri, staðan í júlí 2021.
Lagt fram til kynningar.

11.Starfsáætlanir og ársskýrslur leikskóla skólaárið 2020-2021 - 2020090090

Lögð fram ársskýrsla leikskólans Laufáss Þingeyri fyrir skólaárið 2020-2021.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:05.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?