Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
337. fundur 16. október 2013 kl. 16:00 - 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir varaformaður
  • Auður Helga Ólafsdóttir aðalmaður
  • Gísli Halldór Halldórsson formaður
  • Benedikt Bjarnason aðalmaður
  • Hólmfríður Vala Svavarsdóttir aðalmaður
  • Sigurlína Jónasdóttir skóla- og daggæslufulltrúi
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Sigurlína Jónasdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Mættur áheyrnarfulltrúi fyrir tónlistarskólamál: Ingunn Ósk Sturludóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar.
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir grunnskólamál: Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, fulltrúi skólastjóra, Elfar Reynisson og Edda Graichen, fulltrúar kennara og Gunnhildur Björk Elíasdóttir,

1.Umsókn um framlag til eflingar tónlistarnámi - 2011100075

Lagt fram bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dagsett 24. september sl., þar sem farið er yfir vinnu við gerð samkomulags um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til námsins.

Lagt fram til kynningar.

2.Fréttabréf grunnskóla 2013 - 2013020004

Lagt fram fréttabréf septembermánaðar frá Grunnskólanum á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.

3.Ályktun frá foreldrafélagi GÍ - 2013100045

Lögð var fram ályktun aðalfundar foreldrafélags Grunnskólans á Ísafirði, ódags. þar sem lögð er áhersla á að við endanlega útfærslu á lóð skólans verði hagsmunir og þarfir nemenda hafðir í forgangi. Tekið er fram að ákvörðun um að loka Austurvegi og nýta sem skólalóð virðist gefa góða raun en óskað er eftir að skilgreina betur lóðamörk við Aðalstræti, jafnvel með lokun fyrir gegnumakstri á hluta götunnar á skólatíma.
Lagt fram til kynningar.

4.Starfsáætlanir 2013-2014 - 2013100029

Lagðar fram starfsáætlanir leikskólanna Tjarnarbæjar, Grænagarðs, Laufáss, Sólborgar og Eyrarskjóls, fyrir starfsárið 2013-2014.
Fræðslunefnd þakkar fyrir góðar skýrslur.

5.Foreldrakönnun 2013 - 2013100046

Lagðar fram tillögur að spurningum fyrir árlega könnun sem allir foreldrar fá sem eiga börn í leikskóla.
Lagt fram til kynningar.

6.Lenging á opnunartíma leikskólans Sólborgar - 2013100051

Lagt fram bréf, dagsett 8.október 2013, frá stjórn foreldrafélags Sólborgar, þar sem óskað er eftir lengingu á opnunartíma Sólborgar.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarráð að opnunartími Sólborgar verði lengdur til kl. 16.30 og felur jafnframt starfsmönnum skóla- og tómstundasviðs að vinna áfram að málinu.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?