Fræðslunefnd
Dagskrá
1.Verkefnalisti fræðslunefndar 2020-2021 - 2020090032
Farið yfir verkefnalista fræðslunefndar
Staða verkefna á verkefnalista fræðslunefndar kynnt.
2.Endurgjaldslausar tíðavörur í grunnskólum og félagsmiðstöðvum - 2021040028
Á 474. fundi bæjarstjórnar þann 15. apríl 2021 var fræðslunefnd, ásamt sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, falið að útfæra tillögu um ókeypis tíðavörur í grunnskólum og félagsmiðstöðvum í Ísafjarðarbæ og leggja fyrir bæjarstjórn auk kostnaðaráætlunar.
Stefnt skal að því að strax haustið 2021 verði ókeypis tíðarvörur í boði í öllum grunnskólum og fræðslumiðstöðvum sveitarfélagsins.
Stefnt skal að því að strax haustið 2021 verði ókeypis tíðarvörur í boði í öllum grunnskólum og fræðslumiðstöðvum sveitarfélagsins.
Fræðslunefnd samþykkir tillögu sviðsstjóra um útfærslu á ókeypis tíðarvörum.
3.Skóladagatöl grunnskóla skólaárið 2021-2022 - 2021050067
Lagt fram skóladagatal Grunnskólans á Ísafirði fyrir skólaárið 2021-2022.
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við dagatalið.
4.Framkvæmdaáætlun 2022 til 2032 - 2021040094
Kynnt er framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar 2022-2032 jafnframt er óskað eftir tillögum frá fræðslunefnd um verkefni og markmið í fræðslumálum á vegum sveitarfélagsins.
Fræðslunefnd felur starfsmönnum skólasviðs að kalla eftir tillögum frá forstöðumönnum.
5.Skólar á grænni grein - 2021050068
Lagt fram bréf til fræðslunefndar frá Katrínu Magnúsdóttur verkefnastjóra Skólar á grænni grein/Grænfáninn, dagsett 5. maí 2021, þar sem hún vekur athygli á verkefninu Skólar á grænni grein (Grænfánaverkefnið) sem rekið er af Landvernd hér á landi og um 200 skólar á öllum skólastigum taka þátt í.
Lagt fram til kynningar.
6.Áskorun til sveitarfélaga um skýr markmið varðandi framboð grænkerafæðis í skólum. - 2021010026
Lagt fram opið bréf til sveitafélaga frá Björk Gunnarsdóttur f.h. Samtaka grænkera á Íslandi, dagsett 11. maí 2021, þar sem m.a. er kallað eftir því að frá og með hausti 2021 verði hægt að velja um grænkerarétti fyrir þau börn sem það kjósa í öllum leik- og grunnskólum landsins.
Sviðsstjóra falið að kalla eftir upplýsingum frá leik- og grunnskólum um eftirspurn eftir grænkerafæði.
7.Erindi frá leik- og grunnskólastjórum á Þingeyri og Flateyri - 2021040074
Frestað til næsta fundar.
8.Skóladagatöl leikskóla skólaárið 2021-2022 - 2021040011
Lögð fram skóladagatöl fyrir leikskólana Eyrarskjól Ísafirði og Sólborg Ísafirði, fyrir skólaárið 2021-2022
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við dagatölin.
9.Ósk um aukningu á stöðugildum við leikskólann Sólborg og Tanga. - 2021010112
Kynnt minnisblað Guðrúnar Birgisdóttur skóla- og sérkennslufulltrúa er varðar sérkennslumál í leikskólunum Sólborg og Eyrarskjóli.
Minnisblað lagt fram til kynningar og sviðsstjóra falið að vinna áfram með málið.
Fundi slitið - kl. 09:41.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?