Fræðslunefnd
Dagskrá
1.Verkefnalisti fræðslunefndar 2020-2021 - 2020090032
Kynnt staðan á verkefnalista fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.
2.Starfsáætlanir og skýrslur grunnskóla Ísafjarðarbæjar starfsárið 2020-2021 - 2020110059
Lögð fram starfsáætlun grunnskólans á Þingeyri fyrir skólaárið 2020-2021.
Lagt fram til kynningar
3.Reglur um endurgreiðslu kostnaðar vegna slysa og tjóna er börn verða fyrir í skipulögðu starfi á vegum Ísafjarðarbæjar - 2021030116
Lagðar fram til samþykktar reglur um endurgreiðslu kostnaðar vegna slysa og tjóna er börn verða fyrir í skipulögðu starfi á vegum Ísafjarðarbæjar, auk minnisblaðs Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 29. mars 2021, vegna málsins.
Á 1148. fundi bæjarráðs, þann 12. apríl 2021, vísaði bæjarráð málinu til umsagnar nefndarinnar.
Á 1148. fundi bæjarráðs, þann 12. apríl 2021, vísaði bæjarráð málinu til umsagnar nefndarinnar.
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við reglurnar og leggur til að reglurnar verði samþykktar.
4.Innlend matvæli í skólamáltíðir - áskorun til sveitarfélaga - 2021030070
Á 1146. fundi bæjarráðs, þann 22. mars 2021, var lagt fram til kynningar bréf Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands, dags. 16. mars 2021, með áskorun til sveitarfélaga um að nota innlend matvæli í skólamáltíðir.
Bæjarráð vísaði málinu til fræðslunefndar.
Bæjarráð vísaði málinu til fræðslunefndar.
Fræðslunefnd tekur vel í ábendinguna og þakkar fyrir bréfið.
5.Ósk um fá viðbótartíma í sérkennslu fyrir Grunnskólann á Suðureyri - 2021040020
Kynnt beiðni frá Jónu Benediktsdóttur skólastjóra grunnskólans á Suðureyri, dagsett 8. apríl 2021, er varðar ósk um að fá tíu viðbótartíma í sérkennslu fyrir Grunnskólann á Suðureyri.
Fræðslunefnd felur starfsmönnum skóla- og tómstundasviðs að vinna áfram með málið.
6.Skóladagatal Tónlistaskóla Ísafjarðar fyrir skólaárið 2021-2022 - 2021040021
Lagt fram skóladagatal Tónlistarskóla Ísafjarðar fyrir skólaárið 2021-2022.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:02.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?