Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
426. fundur 15. apríl 2021 kl. 08:10 - 09:02 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varamaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá

1.Verkefnalisti fræðslunefndar 2020-2021 - 2020090032

Kynnt staðan á verkefnalista fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Starfsáætlanir og skýrslur grunnskóla Ísafjarðarbæjar starfsárið 2020-2021 - 2020110059

Lögð fram starfsáætlun grunnskólans á Þingeyri fyrir skólaárið 2020-2021.
Lagt fram til kynningar

3.Reglur um endurgreiðslu kostnaðar vegna slysa og tjóna er börn verða fyrir í skipulögðu starfi á vegum Ísafjarðarbæjar - 2021030116

Lagðar fram til samþykktar reglur um endurgreiðslu kostnaðar vegna slysa og tjóna er börn verða fyrir í skipulögðu starfi á vegum Ísafjarðarbæjar, auk minnisblaðs Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 29. mars 2021, vegna málsins.

Á 1148. fundi bæjarráðs, þann 12. apríl 2021, vísaði bæjarráð málinu til umsagnar nefndarinnar.
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við reglurnar og leggur til að reglurnar verði samþykktar.

4.Innlend matvæli í skólamáltíðir - áskorun til sveitarfélaga - 2021030070

Á 1146. fundi bæjarráðs, þann 22. mars 2021, var lagt fram til kynningar bréf Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands, dags. 16. mars 2021, með áskorun til sveitarfélaga um að nota innlend matvæli í skólamáltíðir.

Bæjarráð vísaði málinu til fræðslunefndar.
Fræðslunefnd tekur vel í ábendinguna og þakkar fyrir bréfið.

5.Ósk um fá viðbótartíma í sérkennslu fyrir Grunnskólann á Suðureyri - 2021040020

Kynnt beiðni frá Jónu Benediktsdóttur skólastjóra grunnskólans á Suðureyri, dagsett 8. apríl 2021, er varðar ósk um að fá tíu viðbótartíma í sérkennslu fyrir Grunnskólann á Suðureyri.
Fræðslunefnd felur starfsmönnum skóla- og tómstundasviðs að vinna áfram með málið.

6.Skóladagatal Tónlistaskóla Ísafjarðar fyrir skólaárið 2021-2022 - 2021040021

Lagt fram skóladagatal Tónlistarskóla Ísafjarðar fyrir skólaárið 2021-2022.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:02.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?