Fræðslunefnd

425. fundur 25. mars 2021 kl. 08:10 - 08:58 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varamaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Áheyrnafulltrúar fyrir leikskólamál: Helga Bjork Jóhannsdóttir, fulltrúi stjórnenda,

1.Verkefnalisti fræðslunefndar 2020-2021 - 2020090032

Kynntur verkefnalisti fræðslunefndar og farið yfir gang mála á honum.
Lagt fram til kynningar.

2.Ósk um aukið starfshlutfall frá grunnskólanum á Suðureyri - 2020050038

Kynnt staðan á þróunarverkefni sem Grunnskólinn á Suðureyri hefur unnið með í vetur og fékk úthlutað auka stöðugildi út á haustið 2020.
Verkefnið snýst um það að efla kennslu í íslensku til að auka möguleika nemenda af erlendum uppruna á að standa jafnfætis öðrum íslenskum börnum þegar í framhaldsskóla er komið.
Einnig er lögð fram beiðni Jónu Benediktsdóttur skólastjóra á Suðureyri um heimild til að halda inni stöðugildunum við skólann til áframhaldandi þróunar á verkefninu.
Fræðslunefnd þakkar kynninguna og Jónu fyrir frábært verkefni. Fræðslunefnd gerir að tillögu sinni að verkefninu verði haldið áfram og gert verði ráð fyrir því í næstu kennnsluúthlutun og fjárhagsáætlunarvinnu. Starfsmönnum sviðsins er falið að vinna áfram með málið.

Gestir

  • Jóna Benediktsdóttir skólastjóri grunnskólans á Suðureyri - mæting: 08:15

3.Viðbragðsáætlanir í grunnskólum Ísafjarðarbæjar - 2021030084

Lögð fram ný viðbragðsáætlun gegn einelti í Grunnskólanum á Ísafirði. Þar sem kynntur er ferill við vinnslu eineltismála og samskiptavanda.
Lagt fram til kynningar.

4.Starfsáætlanir og skýrslur grunnskóla Ísafjarðarbæjar starfsárið 2020-2021 - 2020110059

Lögð fram símenntunaráætlun Grunnskólans á Þingeyri fyrir skólaárið 2020-2021
Lagt fram til kynningar.

5.Ytra mat á grunnskólanum á Þingeyri og grunnskóla Önundarfjarðar 2019 - 2019070017

Lögð fram framvinduskýrsla Grunnskólans á Þingeyri og Grunnskóla Önundafjarðar til mennta- og menningamálaráðuneytisins, vegna ytra mats sem framkvæmt var í skólunum vorið 2019.
Lagt fram til kynningar og áfram verður unnið samkvæmt umbótaáætlun skólans.

6.Ytra mat á leikskólanum Laufási Þingeyri og leikskólanum Grænagarði Flateyri framkvæmt af Menntamálastofn 2019 - 2019070016

Lögð fram framvinduskýrsla leikskólans Laufáss á Þingeyri og leikskólans Grænagarðs á Flateyri til mennta- og menningamálaráðuneytisins, vegna ytra mats sem framkvæmt var í skólunum vorið 2019.
Lagt fram til kynningar og áfram verður unnið samkvæmt umbótaáætlun skólans.

Fundi slitið - kl. 08:58.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?