Fræðslunefnd

336. fundur 24. september 2013 kl. 16:00 - 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir varaformaður
  • Auður Helga Ólafsdóttir aðalmaður
  • Gísli Halldór Halldórsson formaður
  • Benedikt Bjarnason aðalmaður
  • Hólmfríður Vala Svavarsdóttir aðalmaður
  • Sigurlína Jónasdóttir skóla- og daggæslufulltrúi
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Sigurlína Jónasdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá

1.Sumarlokun Eyrarskjóls og Sólborgar 2014 - 2013090009

Lagðar fyrir athugasemdir frá foreldraráðum Eyrarskjóls og Sólborgar vegna sumarlokunar 2014. Málið var áður á 335. fundi fræðslunefndar.
Að höfðu samráði við foreldraráðin á Eyrarskjóli og Sólborg leggur fræðslunefnd til að Eyrarskjól og Sólborg loki samtímis í 4 vikur sumarið 2014.

2.Ósk um að ráða starfsmann á Eyrarskjól - 2013090040

Lagt fram bréf frá Guðríði Guðmundsdóttur, leikskólastjóra Eyrarskjóls, dagsett 20. september 2013, þar sem óskað er eftir að fá að ráða inn starfsmann í eitt stöðugildi vegna barns sem þarf aðstoð í námi.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarráð að ráðinn verði starfsmaður í 0,75 stöðugildi og ákvörðunin verði endurskoðuð um áramót.

3.Tillaga til þingsályktunar um leikskóla að loknu fæðingarorlofi. - 2013090041

Lögð fram tillaga til þingsályktunar um leikskóla að loknu fæðingarorlofi og óskað eftir umsögn frá fræðslunefnd um áætlun um hvernig sveitarfélögin standi að því að bjóða leikskólaúrræði strax og fæðingarorlofi lýkur. Miðað verði við að þegar fæðingarorlofið hefur verið lengt í 12 mánuði árið 2016 verði sveitarfélög um landið reiðubúin að veita
þjónustuna.
Fræðslunefnd telur skynsamlegra að lengja fæðingarorlofið í 18 mánuði.

4.Fjárhagsáætlun 2014 - 2013060033

Nokkur mál er viðkoma fjárhagsáætlun 2014 rædd, t.d. gjaldskrá skóla - og tómstundasviðs, rekstraráætlanir leik - og grunnskólanna fyrir árið 2014 og hvað þarf í viðhald og innkaup í leik- og grunnskólana.
Fræðslunefnd leggur til að gjaldskrá skóla - og tómstundasviðs verði samþykkt eins og hún er lögð upp og leggur einnig áherslu á að skólarnir geti keypt þann búnað sem rætt hefur verið um og er á rekstraráætlun þeirra.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?