Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
424. fundur 11. mars 2021 kl. 08:10 - 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varamaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Magnús Þór Bjarnason varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Helga Björk Jóhannsdóttir áheyrnafulltrúi leikskólanna mætti á fundinn

1.Verkefnalisti fræðslunefndar 2020-2021 - 2020090032

Kynntur verkefnalisti fræðslunefndar og farið yfir gang mála á honum.
Gerð var grein fyrir hver staðan væri á þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.

2.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023

Á 1143. fundi bæjarráðs þann 1. mars 2021 var lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald, f.h. nefndasviðs Alþingis, dags. 23. febrúar 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008 (kristinfræðikennsla).141. mál. Umsagnarfrestur er til 9. mars.
Bæjarráð vísaði erindinu til fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.

3.þróunarverkefnið Snemmtæk íhlutun með áherslu á málþroska og læsi - 2021030021

Lagt fram til kynningar þróunarverkefnið Snemmtæk íhlutun með áherslu á málþroska og læsi í samstarfi við Ásthildi Bj. Snorradóttur. Menntamálastofnun fór af stað með verkefnið haustið 2018. Ísafjarðarbær sótti um að vera með þá, en fékk höfnun. Nú er leikskólum Ísafjarðar boðið að taka þátt í verkefninu. Verkefnið er okkur að kostnaðarlausu og hefst samstarf okkar væntanlega nú á vormánuðum.
Fræðslunefnd fagnar samstarfinu.

4.Könnun meðal foreldra á sumarlokunum leikskólana Sólborgar og Eyrarskjóls 2022 - 2021030022

Lagðar fram niðurstöður úr könnun sem óskað var eftir af fræðslunefnd á vinnufundi hennar í maí 2020.
Fræðslunefnd samþykkir að sumarlokanir leikskólanna Eyrarskjóls og Sólborgar verði 4.júlí - 2. ágúst 2022 og 17. júlí - 14. ágúst 2023 og rúlli síðan þannig annað hvert ár.

Fundi slitið - kl. 09:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?