Fræðslunefnd

421. fundur 26. nóvember 2020 kl. 08:10 - 09:47 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir formaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
  • Stefanía Helga Ásmundsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Áheyrnafulltrúar fyrir grunnskólamál: Erna Höskuldsdóttir, fulltrúi stjórnenda, Erna Sigrún Jónsdóttir og Jóna Lára Sveinbjörnsdóttir, fulltrúar kennara.
Áheyrnarfulltrúar fyrir leikskólamál: Helga Björk Jóhannsdóttir, fulltrúi stjórnenda.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar 2020-2021 - 2020090032

Verkefnalisti fræðslunefndar lagður fram til kynningar.
Kynnt var hver staðan væri á þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.

2.Bréf til fræðslunefndar frá foreldri - 2020090077

Kynnt svarbréf frá Sveinfríði Olgu Veturliðadóttur, skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði, vegna bréfs sem fræðslunefnd barst frá foreldri er varðar grunnskólamál.
Lagt fram til kynningar og fært í trúnaðarbók.

3.Vinnsla eineltismála við Grunnskólann á Ísafirði - 2020110056

Lagt fram bréf til fræðslunefndar frá foreldrum er varðar vinnslu eineltismála við Grunnskólann á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar og fært í trúnaðarbók.

4.Starfsáætlanir og skýrslur grunnskóla Ísafjarðarbæjar starfsárið 2020-2021 - 2020110059

Lagðar fram starfsáætlanir grunnskólans á Ísafirði og grunnskólans á Suðureyri fyrir skólaárið 2020-2021.
Lagt fram til kynningar.

5.Drög að reglum um eyðingu námsmatsgagna afhendingarskyldra aðila - 2020110012

Bæjarráð vísar málinu til fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.

6.Starfsáætlanir og ársskýrslur leikskóla skólaárið 2020-2021 - 2020090090

Lagðar fram starfsáætlanir leikskólans Sólborgar á Ísafirði og leikskólans Tjarnarbæjar á Suðureyri fyrir skólaárið 2020-2021.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:47.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?