Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
333. fundur 05. júní 2013 kl. 16:00 - 18:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir varaformaður
  • Ólöf Hildur Gísladóttir aðalmaður
  • Gísli Halldór Halldórsson formaður
  • Sigurlína Jónasdóttir skóla- og daggæslufulltrúi
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Magnús Reynir Guðmundsson varamaður
Fundargerð ritaði: Sigurlína Jónasdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Auður Helga Ólafsdóttir mætti ekki og mætti Magnús Reynir Guðmundsson í hennar stað. Sigurður Hafberg mætti ekki og enginn í hans stað.

Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir leikskólamál: Helga Björk Jóhannsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra og Sif Huld Albertsdóttir ,fulltrúi foreldra.
Mættir áheyrnarfullt

1.Leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Skutulsfirði, ungbarnadeild og fleiri lausnir í dagvistarmálum - 2013010070

Lagt fram minnisblað, dagsett 30. maí 2013, frá Margréti Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, vegna leikskóladeildar fyrir 5 ára börn. Bæjarráð tók erindið fyrir á 797. fundi sínum og vísaði því til fræðslunefndar.
Fræðslunefnd felur starfsmönnum skóla - og tómstundasviðs að halda kynningarfund fyrir foreldra 5 ára barna.

2.Ráðning skólastjóra GÞ - 2013050057

Margrét Halldórssdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs, lagði fram gögn varðandi ráðningarferli skólastjóra við Grunnskólann á Þingeyri. Tvær umsóknir voru um stöðuna.
Fræðslunefnd mælir með að Stefanía Helga Ásmundsdóttir verði ráðin sem skólastjóri við Grunnskólann á Þingeyri.

3.Hagir og líðan nemenda í Ísafjarðarbæ 2013 - 2013050075

Lögð fram skýrsla frá Rannsókn og greiningu um hagi og líðan barna í Ísafjarðarbæ. Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í 5., 6. og 7. bekk í Ísafjarðarbæ árið 2013.
Lagt fram til kynningar.

4.Stefnumótum í atvinnumálum Ísafjarðarbæjar - 2010080057

Lögð fram drög að atvinnumálastefnu Ísafjarðarbæjar.
Fræðslunefnd felur Margréti Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla - og tómstundasviðs að koma þeim breytingum á framfæri sem ræddar voru á fundinum.

5.Trúnaðarmál - 2011120044

Lögð fram 3 trúnaðarmál.
Þrjú trúnaðarmál tekin fyrir sem færð voru til bókar og geymd í trúnaðarmálamöppu fræðslunefndar.
8. Önnur mál
Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs kynnti hugmynd að nýju skipulagi fyrir 1. - 4. bekk í Grunnskólanum á Ísafirði, þar sem tómstundir verði settar inn í stundatöflu nemendanna.
Fræðslunefnd samþykkir þetta fyrir sitt leyti.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?