Fræðslunefnd

415. fundur 06. apríl 2020 kl. 08:10 - 08:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir formaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
  • Stefanía Helga Ásmundsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Fjarfundur fræðslunefndar með starfsmönnum skólasviðs í gegnum Zoom.

1.COVID-19 2020 - 2020030086

Kynnt hver staðan er í leik- og grunnskólum Ísafjarðarbæjar í ljósi Covid-19.
Lögð var fram eftirfarandi bókun fræðslunefndar: Fulltrúar í fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar vilja þakka skólastjórnendum, kennurum og öðru starfsfólki leik- og grunnskóla sveitarfélagsins fyrir metnaðarfullt og óeigingjarnt starf í þeim erfiðu aðstæðum sem upp eru komnar í sveitarfélaginu. Það er eftirtektavert hversu fumlaust gengið hefur verið til verks við að halda úti skólastarfi á sem farsælastan hátt fyrir nemendur og foreldra. Við vitum að á þessum tíma sem óvissan er ríkjandi er krefjandi að halda uppi skipulögðu starfi og markvissu námi. Allt starfsfólk skóla sveitarfélagsins hefur lagst á eitt við að skapa samfellu í námi og leik barnanna auk þess að gæta fyllsta öryggis og starfa eftir þeim fyrirmælum sem komið hafa frá Almannavörnum.
Við sendum ykkur okkar bestu kveðjur inn í páskana.

Fundi slitið - kl. 08:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?