Fræðslunefnd

332. fundur 15. maí 2013 kl. 16:00 - 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir varaformaður
  • Ólöf Hildur Gísladóttir aðalmaður
  • Gísli Halldór Halldórsson formaður
  • Sigurður Jóhann Hafberg varamaður
  • Sigurlína Jónasdóttir skóla- og daggæslufulltrúi
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Magnús Reynir Guðmundsson varamaður
Fundargerð ritaði: Sigurlína Jónasdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir leikskólamál: Svava Rán Valgeirsdóttir,fulltrúi leikskólastjóra og Sif Huld Albertsdóttir fulltrúi foreldra.
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir grunnskólamál: Snorri Sturluson fulltrúi skólastjóra, Edda Graichen og Elfar Reynisson fulltrúar kennara og Gunnhildur Björk Elía

1.Skóladagatöl 2013-2014 - 2013050008

Lögð fram skóladagatöl fyrir skólaárið 2013-2014 fyrir leikskólana Eyrarskjól, Sólborg, Grænagarð, Laufás og Tjarnarbæ.
Fræðslunefnd samþykkir dagatölin en vill ítreka það sem kemur fram í Skólastefnu Ísafjarðarbæjar að samræma skuli starfsdaga skóla innan byggðarkjarna.

2.Ósk um að ráða tvo starfsmenn á Sólborg - 2013050012

Lagt fram bréf, dagsett 10. maí 2013, frá Helgu Björk Jóhannsdóttur leikskólastjóra á Sólborg þar sem hún óskar eftir að fá að ráða inn tvo starfsmenn í sitthvort 81,25% starfshlutfall, vegna barna sem þurfa aðstoð í námi.
Fræðslunefnd frestar erindinu til næsta fundar.

3.Skýrslur grunnskóla 2013 - 2013020050

Lagðar fram niðurstöður úr könnun sem var send á kennara Grunnskólans á Ísafirði, þar sem spurt var um viðhorf þeirra til fræðsluyfirvalda og sérfræðiþjónustu sveitarfélagsins. Könnunin var send í framhaldi af innra mati sem skólinn gerði.
Fræðslunefnd óskar eftir frekari greiningu á svörunum.

4.Skóladagatöl 2013-2014 - 2013050017

Lögð fram skóladagatöl fyrir skólaárið 2013-2014 fyrir Grunnskólann á Ísafirði, Grunnskólann á Suðureyri, Grunnskólann á Þingeyri og Grunnskóla Önundarfjarðar.
Fræðslunefnd samþykkir dagatölin en ítrekar eins og hjá leikskólunum að samræma skuli starfsdaga skóla innan byggðarkjarna.

5.Fréttabréf grunnskóla 2013 - 2013020004

Lagt fram fréttabréf fyrir apríl frá Grunnskólanum á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?