Fræðslunefnd

413. fundur 13. febrúar 2020 kl. 08:10 - 09:05 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir formaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
  • Stefanía Helga Ásmundsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Áheyrnarfulltrúar fyrir leikskólamál: Helga Bjork Jóhannsdóttir, fulltrúi stjórnenda og Sonja Sigurgeirsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir hver staðan væri á þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.

2.Ytra mat á grunnskólanum á Þingeyri og grunnskóla Önundarfjarðar 2019 - 2019070017

Lögð fram umbótaáætlun frá grunnskólanum á Þingeyri þar sem kynnt er hver staðan er á vinnu við umbætur vegna ytra mats Menntamálastofnunar skólaárið 2018-2019
Lagt fram til kynningar.

3.Ytra mat á leikskólunum Grænagarði og Laufási - 2019070007

Lögð fram umbótaáætlun frá leikskólanum Laufási á Þingeyri þar sem kynnt er hver staðan er á vinnu við umbætur vegna ytra mats Menntamálastofnunar skólaárið 2018-2019
Lagt fram til kynningar.

4.Leiðbeinandi álit - tvöföld skólavist barns í leik- og grunnskóla - 2019100022

Lögð fram drög að verklagsreglum er varðar tvöfalda skólavist barna í leik- og grunnskólum Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram til kynningar.

5.Áhættumat og viðbrögð við hótunum og ofbeldi í skólum - 2020020018

Lagt fram nýtt áhættumat og viðbrögð við hótunum og ofbeldi í skólum sem vinnuumhverfisnefnd Kennarasambands Íslands hefur þýtt og staðfært frá Branchefællesskaber for Arbejdsmiljø (BFA) í Danmörku, sem ætlað eru til þess að efla öryggismenningu í skólum og draga úr áhættuþáttum eins og ofbeldi.
Lagt fram til kynningar.

6.Verklag í leik- og grunnskólum Ísafjarðarbæjar vegna óveðurs og ófærðar - 2020020016

Lögð fram drög að verklagi í leik- og grunnskólum ísafjarðarbæjar vegna óveðurs og ófærðar.
Lagt fram til kynningar.

7.Skóladagatöl skólaárið 2019-2020 - 2019040008

Lagt fram minnisblað frá Guðrúnu Birgisdóttur skóla- og sérkennslufulltrúa er varðar ósk frá leikskólunum Sólborg og Eyrarskjóli um breytingar á skóladagatali 2019-2020.
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við breytinguna.

8.Heimgreiðslur til foreldra sem ekki hafa fengið úthlutað leikskólaplássi - 2020020017

Kynnt drög að reglum er varða heimgreiðslur til foreldra barna sem ekki hafa fengið úthlutað leikskólaplássi.
Lagt fram til kynningar, fræðslunefnd felur starfsmönnum skólasviðs að gera nánari kostnaðargreiningu á málinu.

Fundi slitið - kl. 09:05.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?