Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
331. fundur 17. apríl 2013 kl. 16:00 - 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Auður Helga Ólafsdóttir aðalmaður
  • Ólöf Hildur Gísladóttir aðalmaður
  • Gísli Halldór Halldórsson formaður
  • Sigurlína Jónasdóttir skóla- og daggæslufulltrúi
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Guðrún Íris Hreinsdóttir varamaður
  • Magnús Reynir Guðmundsson varamaður
Fundargerð ritaði: Sigurlína Jónasdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir grunnskólamál: Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, fulltrúi skólastjóra, Edda Graichen og Elfar Reynisson, fulltrúar kennara og Gunnhildur Björk Elíasdóttir, fulltrúi foreldra.
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir leikskólamál: Guðríður Guðmundsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra

1.Ósk um breytingar á skóladgatali - 2013040029

Lagt fram bréf dagsett 5. apríl 2013 frá Gunnlaugi Dan Ólafssyni, skólastjóra Grunnskólans á Þingeyri, þar sem óskað er eftir að fá að flýta skólaslitum grunnskólans um einn dag, þ.e. að þau verði 31. maí í stað 1. júní.
Fræðslunefnd samþykkir breytingarnar á skóladagatali Grunnskólans á Þingeyri.

2.Fréttabréf - 2012030049

Lagt fram fréttabréf Grunnskólans á Ísafirði fyrir marsmánuð.
Lagt fram til kynningar.

3.Grunnskólinn á Ísafirði 2012-2013 - 2012030090

Lögð fram drög af teikningum af skólalóð Grunnskólans á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.

4.Skýrslur grunnskóla 2013 - 2013020050

Lögð fram drög að könnun fyrir kennara Grunnskólans á Ísafirði í framhaldi af niðurstöðum úr innra mati sem þar var gert.
Fræðslunefnd samþykkir að könnunin verði send út til kennara Grunnskólans á Ísafirði.

5.Umsókn um fleiri klukkustundir fyrir starfsmannafundi - 2013040027

Lagt fram bréf dagsett 4. apríl 2013 frá leikskólastjórum í Ísafjarðarbæ þar sem óskað er eftir aukningu á klukkustundum til starfsfunda í leikskólunum.
Fræðslunefnd telur nauðsynlegt að erindið verði samþykkt og óskar eftir áliti bæjarráðs.

6.Ósk um niðurgreiðslu vegna barns sem er á biðlista eftir leikskólaplássi á Ísafirði. - 2013030002

Lögð fram drög að reglum um að ef barn sem orðið er 18. mánaða og fær ekki pláss í sínum heimaleikskóla og nýtir pláss á meðan í öðrum leikskóla sveitarfélagsins.
Fræðslunefnd samþykkir tillöguna.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?