Fræðslunefnd

331. fundur 17. apríl 2013 kl. 16:00 - 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Auður Helga Ólafsdóttir aðalmaður
  • Ólöf Hildur Gísladóttir aðalmaður
  • Gísli Halldór Halldórsson formaður
  • Sigurlína Jónasdóttir skóla- og daggæslufulltrúi
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Guðrún Íris Hreinsdóttir varamaður
  • Magnús Reynir Guðmundsson varamaður
Fundargerð ritaði: Sigurlína Jónasdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir grunnskólamál: Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, fulltrúi skólastjóra, Edda Graichen og Elfar Reynisson, fulltrúar kennara og Gunnhildur Björk Elíasdóttir, fulltrúi foreldra.
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir leikskólamál: Guðríður Guðmundsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra

1.Ósk um breytingar á skóladgatali - 2013040029

Lagt fram bréf dagsett 5. apríl 2013 frá Gunnlaugi Dan Ólafssyni, skólastjóra Grunnskólans á Þingeyri, þar sem óskað er eftir að fá að flýta skólaslitum grunnskólans um einn dag, þ.e. að þau verði 31. maí í stað 1. júní.
Fræðslunefnd samþykkir breytingarnar á skóladagatali Grunnskólans á Þingeyri.

2.Fréttabréf - 2012030049

Lagt fram fréttabréf Grunnskólans á Ísafirði fyrir marsmánuð.
Lagt fram til kynningar.

3.Grunnskólinn á Ísafirði 2012-2013 - 2012030090

Lögð fram drög af teikningum af skólalóð Grunnskólans á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.

4.Skýrslur grunnskóla 2013 - 2013020050

Lögð fram drög að könnun fyrir kennara Grunnskólans á Ísafirði í framhaldi af niðurstöðum úr innra mati sem þar var gert.
Fræðslunefnd samþykkir að könnunin verði send út til kennara Grunnskólans á Ísafirði.

5.Umsókn um fleiri klukkustundir fyrir starfsmannafundi - 2013040027

Lagt fram bréf dagsett 4. apríl 2013 frá leikskólastjórum í Ísafjarðarbæ þar sem óskað er eftir aukningu á klukkustundum til starfsfunda í leikskólunum.
Fræðslunefnd telur nauðsynlegt að erindið verði samþykkt og óskar eftir áliti bæjarráðs.

6.Ósk um niðurgreiðslu vegna barns sem er á biðlista eftir leikskólaplássi á Ísafirði. - 2013030002

Lögð fram drög að reglum um að ef barn sem orðið er 18. mánaða og fær ekki pláss í sínum heimaleikskóla og nýtir pláss á meðan í öðrum leikskóla sveitarfélagsins.
Fræðslunefnd samþykkir tillöguna.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?