Fræðslunefnd

410. fundur 24. október 2019 kl. 08:10 - 09:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir formaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir varamaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
  • Stefanía Helga Ásmundsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Áheyrnafulltrúar fyrir grunnskólamál: Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, fulltrúi stjórnenda, Jóna Lára Sveinbjörnsdóttir og Erna Sigrún Jónsdóttir, fulltrúar kennara.
Áheyrnafulltrúar fyrir leikskólamál: Helga Björk Jóhannsdóttir, fulltrúi stjórnenda, Jóna Lind Kristjánsdóttir, fulltrúi starfsmanna og Catherine P. Chambers, fulltrúi foreldra leikskólabarna.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir hver staðan væri á þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.

2.Ytra mat á grunnskólanum á Þingeyri og grunnskóla Önundarfjarðar 2019 - 2019070017

Lögð fram umbótaáætlun fyrir grunnskólann í Önundarfirði og grunnskólann á Þingeyri
Lagt fram til kynningar

3.Hvatning til sveitarstjórna í tengslum við Skólaþing sveitarfélaga 2019 - 2019090103

Lagður fram tölvupóstur Svandísar Ingimundardóttur, skólamálafulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 19. september sl., vegna Skólaþings sveitarfélaga 2019.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1076. fundi sínum 30. september sl., og vísaði því til fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.

4.leiðbeinandi álit_tvöföld skólavist barns í leik- og grunnskóla - 2019100022

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 27. september sl., og hefur að geyma leiðbeinandi álit um tvöfalda skólavist barna í leik- og grunnskóla sem unnið hefur verið af sérfræðingum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Tilefni álitsins er fjölgun beiðna frá forsjáraðilum barna til sveitarfélaga um tvöfalda grunnskólagöngu nemenda. Þá er í álitinu einnig fjallað um eldra álit sambandsins frá 2013 sem varðaði tvöfalda leikskólavist.

Lagt fram til kynningar.

5.Ytra mat á leikskólunum Grænagarði og Laufási 2019 - 2019070007

Lögð fram umbótaáætlun leikskólans Laufáss á Þingeyri vegna ytra mats sem unnið var á vegum Menntamálastofnunnar fyrir mennta- og menningamálaráðuneytið og Ísafjarðarbæ.
Lagt fram til kynningar.

6.Leikskólamál í Skutulsfirði - 2017050131

Lagt fram minnisblað Guðrúnar Birgisdóttur skóla- og sérkennslufulltrúa er varðar stöðuna á biðlista fyrir leikskólavist á leikskólunum í Skutulsfirði.
Lagt fram til kynningar, fræðslunefnd áréttar að tekin séu börn inn á leikskólana eftir aldri en ekki kyni.

7.Málefni leikskóla haust 2018 - 2018080029

Kynnt hvernig til hefur tekist að innleiða nýjar viðmiðunarreglur leikskólanna.
Kynnt staðan á innleiðingu á nýjum viðmiðunarreglum leikskólanna.

Fundi slitið - kl. 09:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?