Fjallskilanefnd

8. fundur 25. október 2016 kl. 11:00 - 12:00 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Ásvaldur Magnússon formaður
  • Ómar Dýri Sigurðsson aðalmaður
  • Kristján Andri Guðjónsson varamaður
  • Svala Sigríður Jónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Dagskrá

1.Fjárgirðing í kringum þéttbýli - 2016090002

Lögð fram til kynningar úttekt á ástandi fjárgirðinga í kringum þéttbýli í Ísafjarðarbæ og úttekt á ástand fjárrétta í Ísafjarðarbæ.
Lagt fram til kynningar. Fjallskilanefnd skorar á bæjaryfirvöld að koma fjárgirðingum í þéttbýli og fjárréttum í lag fyrir næsta sumar.

Gestir

  • Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi mætir á fund kl 11:00 - mæting: 11:32

2.Fundur formanna fjallskiladeilda - 2016100049

Umræða um fyrirhugaðan fund formanna fjallskiladeilda fimmtudaginn 27. október 2016.
Nefndin leggur til að formaður fjallskilanefndar, Ásvaldur Magnússon, verði fulltrúa Ísafjarðarbæjar á fundi formanna fjallskiladeilda.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?