Verkefnahópur um Byggðasamlag Vestfjarða - 3. fundur - 24. janúar 2011

Mætt voru til fundar;

Arnheiður Jónsdóttir, verkefnastjóri Byggðasamlags Vestfjarða (í síma)

Elsa Reimarsdóttir, félagsmálastjóri, Vestur Barðastrandasýslu (í síma)

Guðný Hildur Magnúsdóttir, félagsmálastjóri, félagsþjónustu við Djúp (í síma).

Margrét Geirsdóttir, félagsmálastjóri, Ísafjarðarbæjar (í síma)

 

Formaður verkefnishóp tilkynnti að Hildur Jakobína Gísladóttir, væntanlegur félagsmálastjóri, Strandasýslu og Reykhólahrepps hefði boðað forföll.

 

Auk þess sat fundinn Albertína F Elíasdóttir, formaður  BSVest og Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri fundinn og ritaði hann einnig fundargerð.

 

Gengið til dagskrár:

 

  1. Fundargerð 17. Janúar 2011

Fundargerð verkefnahóps frá 17.  janúar 2011, lögð fram.  Drög að fundargerð voru send út í tölvupósti þann 18. janúar s.l., athugasemdir varðandi orðalag bárust og því var fundargerð send út að nýju þann 21.  janúar s.l.. Fundargerð borin upp og samþykkt.

 

  1. Fjárhagsáætlun 2011 og skipting stöðugilda.

Formaður kynnti tillögu að fjárhagsáætlun á grundvelli umræðu fundar 17.  janúar s.l., er tillagan grundvöllur að gerð þjónustusamnings við viðkomandi félagsþjónustusvæðis. Tillagan hafði áður verið send út í tölvupósti. 

 

Rætt um forsendur tilllögunnar varðandi áætlun á fjármagni og stöðugildum til reksturs málaflokksins í heild og innan félagsþjónustusvæða. Tillagan er grundvölluð á áætlun Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Vestfjörðum, sem send var skrifstofu Fjórðungssambands Vestfirðinga með bréfi þann 21.  desember 2010.  Með vísan til umræðu fundar 17. janúar s.l. þá lýsir verkefnahópur vonbrigðum að sveitarfélög sem standa að BSVest og félagsþjónustusvæði á Vestfjörðum, hafi að litlu leyti verið fengið að koma að samráði við gerð áætlunarinnar, ekki síst með tilliti til að fjármagn til málaflokksins hafi verið skert og fyrirsjáanleg auking í eftirspurn á þjónustu. 

 

Með vísan til framangreinds leggur verkefnahópur til að settur verði fyrirvari í viðauka 2 og 3, með þjónustussamningi sveitarfélaga og BSVest, sem hér segir; Viðauki þessi byggir á mati Svæðissskrifstofu um málefni fatlaðra á Vestfjörðum á fjölda stöðugilda og fjármagni til viðfangsefna málaflokksins í byrjun desember 2010, samkvæmt bréfi Svæðisskrifstofu Vestfjarða, dags 21. desember 2010.  Settur er fyrirvari að um að reynsla af rekstri málaflokksins að hálfu BSVest og félagsþjónustusvæða á Vestfjörðum komi til með að breyta framangreindu mati.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið 14.00.

 

Arnheiður Jónsdóttir
Elsa Reimarsdóttir 

Guðný Hildur Magnúsdóttir
Margrét Geirsdóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?