Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 6. fundur - 27. nóvember 2014
Dagskrá:
|
1. |
2013100065 - Málefni kirkjugarða |
|
|
Lagt er fram bréf Björns Baldurssonar, formanns sóknarnefndar Ísafjarðarsóknar, dags. 20. október sl., þar sem óskað er eftir að Ísafjarðarbær leggi sókninni lið við hirðingu garðanna á árinu 2015. |
||
|
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir bókun bæjarráðs varðandi áskorun til innanríkisráðuneytis. Nefndin leggur til við bæjarráð að gert verði ráð fyrir efniskostnaði vegna girðinga og gatna í fjárhagsáætlun 2015. |
||
|
|
||
|
2. |
2014110005 - Tillaga til bæjarstjórnar um að draga úr plastpokanotkun |
|
|
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að fela umhverfis- og framkvæmdanefnd að finna leiðir til að minnka plastpokanotkun í sveitarfélaginu. Til að draga verulega úr plastpokanotkun í sveitarfélaginu þarf samstillt átak íbúa, verslunareigenda, sveitarfélagsins og annarra hagsmunaaðila svo að árangur náist. |
||
|
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að horft verði sérstaklega til þess árangurs sem náðst hefur í þessum málum á Stykkishólmi og felur umhverfisfulltrúa að leggja hugmyndir að nánari útfærslu fyrir nefndina. |
||
|
|
||
|
3. |
2014080027 - Fjárhagsáætlun 2015 |
|
|
Rætt um gjaldskrár og fjárhagsáætlun 2015. |
||
|
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að framlögð drög að gjaldskrá verði samþykkt. Nefndin óskar eftir að fá frekari upplýsingar um rekstur málaflokksins milli umræðna um fjárhagsáætlun 2015. |
||
|
|
||
|
4. |
2011030081 - Eftirlit - Kubbur ehf. - Sorpmál. |
|
|
Lagðar fram tölur yfir sorpmagn og endurvinnsluefni fyrir árið 2013/14. |
||
|
Lagt fram til kynningar. |
||
|
|
||
|
5. |
2011090086 - Umhverfisstefna Ísafjarðarbæjar |
|
|
Lögð fram að nýju drög að umhverfisstefnu Ísafjarðarbæjar. |
||
|
Ákveðið að vinna áfram með málið og taka það upp á næsta fundi. |
||
|
|
||
|
6. |
2014110033 - Hámarkshraði í Pollgötu og Krók |
|
|
Nefndinni falið að kanna kosti þess og galla að hækka hámarkshraða á Pollgötu og í Króki upp í 50 km/klst. |
||
|
Nefndin tekur ekki undir hugmyndir um 50 km/klst hámarkshraða í Krók og þykir sá hraði einnig of hár á Pollgötu. Hins vegar leggur nefndin til að skoðaður verði 40 km/klst hámarkshraði á Pollgötu. |
||
|
|
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:50
|
Nanný Arna Guðmundsdóttir |
|
Lína Björg Tryggvadóttir |
|
Kristín Hálfdánsdóttir |
|
Óðinn Gestsson |
|
Jóna Símonía Bjarnadóttir |
|
Jóhann Birkir Helgason |
|
Hálfdán Bjarki Hálfdánsson |
|
Ralf Trylla |
|
|
|
|