Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 41. fundur - 7. febrúar 2017

Dagskrá:

1.  

Eftirlit - Kubbur ehf. - Sorpmál. - 2011030081

 

Lagðar fram upplýsingar frá umhverfisfulltrúa um feril endurvinnsluefnis.

 

Nefndin þakkar fyrir framlögð gögn.

 

   

2.  

Lífrænn úrgangur til landgræðslu - 2017020003

 

Lagður fram tölvupóstur dags. 1. febrúar 2017 frá Áskeli Þórissyni um lífrænan úrgang til landgræðslu þar sem fjallað er um tækifæri í landgræðslu og notkun lífræns úrgangs til hennar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

3.  

Gangstéttar 2017 - 2017020006

 

Lögð fram áætlun tæknideildar um viðhald gangstétta á árinu 2017.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

4.  

Innleiðingar Árósasamningsins - 2017020010

 

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að skýrslu ráðuneytisins um stöðu innleiðingar Árósasamningsins hér á landi. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar því eftir umsögnum og athugasemdum við skýrsludrögin. Frestur til að skila umsögnum rennur út miðvikudaginn 1. mars næstkomandi.

 

Afgreiðslu erindisins frestað til næsta fundar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:05

 

Nanný Arna Guðmundsdóttir

 

Kristín Hálfdánsdóttir

Helga Dóra Kristjánsdóttir

 

Gísli Elís Úlfarsson

Hildur Dagbjört Arnardóttir

 

Hálfdán Bjarki Hálfdánsson

Ralf Trylla

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?