Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 4. fundur - 9. október 2014

Dagskrá:

1.

2014080039 - Jarðgerð á heimilissorpi

 

Umhverfisfulltrúi kynnir stöðu málsins.

 

Nefndin felur umhverfisfulltrúa að vinna málið áfram.

 

   

2.

2014030006 - Opin svæði - sláttur

 

Umhverfisfulltrúi lagði fram áætlun og fjármagnsupplýsingar fyrir útboð á slætti fyrir árið 2015.

 

Lagt fram til kynningar og vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.

 

   

3.

2014100004 - Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga 2014.

 

Lagður fram tölvupóstur dags. 1. okt. 2014 frá Magneu I Kristinsdóttur fh. Umhverfisstofnunar um árlegan fund Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda/umhverfisnefnda sveitarfélaga.

 

Ákveðið að Nanný Arna Guðmundsdóttir og Ralf Trylla verði fulltrúar Ísafjarðarbæjar á fundinum.

 

   

4.

2012110034 - Endurskoðun erindisbréfa

 

Unnið að gerð erindsbréfs nefndarinnar.

 

Rætt um hlutverk nefndar um umhverfis- og framkvæmdamál.

 

 

 

5.

2014080027 - Fjárhagsáætlun 2015

 

Lögð fram drög að gjaldskrám um kattahald, hundahald, búfjáreftirlit, tjaldsvæði og sorpmál. Lögð fram drög að 5 ára framkvæmdaáætlun.

 

Lagt er til að kannaður verði kostnaður við að fella út gjaldheimtu fyrir óvirkan úrgang í gjaldskrá um sorpmál. Að öðru leyti leggur nefndin til að framlögð drög að gjaldskrám verði samþykkt.
Óðinn Gestsson gerir athugasemd við að framkvæmdir við golfvöllinn í Tungudal vantar inn á 5 ára framkvæmdaáætlun.

 

   

6.

2014100010 - Garðyrkjudeild

 

Lögð fram áætlun umhverfisfulltrúa um umhirðu opinna svæða í Ísafjarðarbæ.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15

 

Nanný Arna Guðmundsdóttir

 

Gunnar Jónsson

Óðinn Gestsson

 

Jóna Símonía Bjarnadóttir

Jónas Þór Birgisson

 

Jóhann Birkir Helgason

Hálfdán Bjarki Hálfdánsson

 

Ralf Trylla

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?