Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 32. fundur - 14. júlí 2016

Dagskrá:

1.  

Forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar ráðning - 2016060057

 

Lagt fram minnisblað Herdísar Rósar Kjartansdóttur, mannauðsstjóra og Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 7. júlí 2016, þar sem farið er yfir umsækjendur um stöðu forstöðumanns Þjónustumiðstöðvar Ísafjarðarbæjar.

 

Fulltrúar D-lista, Sjálfstæðisflokks, í umhverfisnefnd leggja fram eftirfarandi bókun:

Nú liggur fyrir mat frá lögfræðingum um hæfni embættismanna Ísafjarðarbæjar, embættismenn Ísafjarðarbæjar eru hæfir til að koma að ráðningarferli bæjarráðsmanna og bæjarfulltrúa til starfa fyrir Ísafjarðarbæ. Jafnframt kemur fram að það sé hins vegar vel þekkt vandamál að þegar kjörnir fulltrúar sækjast eftir ráðningu í starfi hjá sveitarfélagi eykur það tortryggni gagnvart ráðningarferlinu og að það sé nokkuð algengt að við þær aðstæður sé leitað til ráðningarskrifstofu um að annast ráðningarferlið en til þess er engin skylda.

Nefndin tekur undir bókun D-lista og leggur til að í framtíðinni verði fengin ráðningarskrifstofa til að annast ráðningarferli ef kjörnir fulltrúar sækjast eftir starfi hjá Ísafjarðarbæ.

Lagt er til að gengið verði frá ráðningu hæfasta umsækjandans, samkvæmt mati mannauðsstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, Kristjáns Andra Guðjónssonar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:25

 

 

Nanný Arna Guðmundsdóttir

 

Erla Rún Sigurjónsdóttir

Kristín Hálfdánsdóttir

 

Gísli Elís Úlfarsson

Ralf Trylla

 

Brynjar Þór Jónasson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?