Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 29. fundur - 7. júní 2016

 Dagskrá:

1.  

Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016 - 2016010027

 

Lögð fram umsagnarbeiðni frá nefndarsviði alþingis vegna frumvarps til laga um timbur og timbursölu, 785. mál.

 

Nefndin gerir ekki athugasemd við frumvarpið.

 

   

2.  

Kerfisáætlun Landsnets 2014-2023 - 2014050071

 

Lagður fram tölvupóstur Jórunnar Gunnarsdóttur f.h. Landsnets dags. 24. maí varðandi gerð kerfisáætlunar 2016-2025.

Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og mannvirkjanefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

3.  

Fjórðungssamband Vestfirðinga - ýmis mál og fundargerðir 2016/2017 - 2016020005

 

Lögð fram beiðni Aðalsteins Óskarssonar f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 24. maí, um umsögn um tillögu að gerð svæðisáætlunar fyrir Vestfirði.

Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í atvinnu- og menningarmálanefnd, umhverfis- og framkvæmdanefnd og skipulags- og mannvirkjanefnd.

 

Erindinu frestað til næsta fundar.

 

   

4.  

Notkun illgresiseyðis í sveitarfélagi - 2016060014

 

Lagður fram tölvupóstur frá Birni Gunnlaugssyni dags. 2. júní um notkun almennings á illgresiseyðandi efnum á almannafæri.

 

Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur ekki verjandi að Ísafjarðarbær afhendi almenningi illgresiseyðandi efni til eftirlitslausrar notkunar.

 

   

5.  

Græn vika 2016 - 2016040060

 

Ástand mála á Ísafjarðarhöfn.

 

Umhverfis- og framkvæmdanefnd skorar á þá sem eiga ómetanlegt rusl á víðavangi á hafnarsvæðinu á Ísafirði að koma því í skjól áður en það verður hirt af starfsmönnum Ísafjarðarbæjar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30

 

 

Nanný Arna Guðmundsdóttir

 

Gunnar Jónsson

Kristín Hálfdánsdóttir

 

Jóna Símonía Bjarnadóttir

Jónas Þór Birgisson

 

Helga Dóra Kristjánsdóttir

Hálfdán Bjarki Hálfdánsson

 

Ralf Trylla

Brynjar Þór Jónasson

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?