Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 26. fundur - 26. apríl 2016

 Dagskrá:

1.  

Skýrsla starfshóps Sambands íslenskra sveitarfélaga um úrgangsmál - 2016040024

 

Lögð fram til kynningar og umsagnar skýrsla starfshóps Sambandsins um stefnumótun í úrgangsmálum, dags. 5.4.2016.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

2.  

Sauðfjárbeit innan þéttbýlis - 2016040050

 

Umhverfisfulltrúi óskar erftir áliti nefndarinnar á tilraunabeit sauðfjár innan þéttbýlis. Markmiðið er að hefta útbreiðslu á kerfli og lúpinu án notkunar eiturefna. Svæðið sem um ræðir er ofan Hlíðarvegs 3-7 á Ísafirði og ofan Aðalgötu 25 á Suðureyri.

 

Nefndin tekur vel í tillögur umhverfisfulltrúa en óskar þess að tilraunabeitin verði kynnt fyrir íbúum í nánasta nágrenni.

 

   

3.  

Græn vika 2016 - 2016040060

 

Umhverfisfulltrúi upplýsir um græna viku 2016 og leggur fram kostnaðaryfirlit frá 2015. Óskað er eftir umsögn umhverfis- og framkvæmdanefndar um áframhald verkefnisins.

 

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að græn vika verði dagana 21. - 29. maí.

 

   

4.  

Umferðarskipulag við Eyrargötu 2 (Íshúsið) á Ísafirði - 2016040073

 

Tillaga formanns að endurskoðun umferðarskipulags við Eyrargötu 2 (Íshúsið) á Ísafirði.

 

Nefndin telur núverandi ástand óviðunandi m.t.t. umferðaröryggis og felur tæknideild bæjarins að afmarka bílastæðið betur og girða fyrir þann möguleika að ekið sé frá Eyrargötu 2 út á stofnbraut.

 

   

5.  

Fiskeldi í Jökulfjörðum - 2016040047

 

Umræða um fiskeldi í Jökulfjörðum.

 

Nefndin tekur undir ályktun bæjarráðs og telur rétt að undanskilja Jökulfirði að svo komnu máli þegar kemur að úthlutun leyfa til fiskeldis.

 

   

6.  

Dynjandi - skipulag o.fl. - 2016040074

 

Kristín Hálfdánsdóttir leggur til að Umhverfisstofnun verði skrifað bréf og þess óskað að fá í hendur framkvæmdaáætlun stofnunarinnar varðandi Dynjandasvæðið til ársins 2020. Þá er reiknað með að Dýrafjarðargöng verði tekin í gagnið og má búast við miklum straumi ferðamanna um svæðið.

 

Nefndin samþykkir tillögu Kristínar.

 

   

7.  

Sorpmál 2017 - 2015020030

 

Umræða um sorpmál í sveitarfélaginu, jarðgerð og fleira.

 

Nefndin felur tæknideild að vinna málið áfram.

 

   

8.  

Óskráðir bílar og bílhræ í Ísafjarðarbæ - 2016040075

 

Umræða um stöðu mála í Hnífsdal.

 

Nefndin telur fulla ástæðu til að vera vakandi yfir málaflokknum og felur starfsmanni nefndarinnar að upplýsa hana reglulega um stöðu mála.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:55

 

 

Nanný Arna Guðmundsdóttir

 

Erla Rún Sigurjónsdóttir

Gunnar Jónsson

 

Kristín Hálfdánsdóttir

Helga Dóra Kristjánsdóttir

 

Gísli Elís Úlfarsson

Hálfdán Bjarki Hálfdánsson

 

Ralf Trylla

Brynjar Þór Jónasson

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?