Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 25. fundur - 8. mars 2016

 Dagskrá:

1.  

Tjaldsvæði í Ísafjarðarbæ 2016 - 2015080043

 

Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags. 8.2.2016 um rekstur salerna við Dynjanda í Arnarfirði, þar sem þess er óskað að Ísafjarðarbær haldi starfsleyfi fyrir salerni árið 2016 og þau verði fjarlægð af sveitarfélaginu þegar ný salerni frá UST verða tekin í notkun.

 

Nefndin fellst á tillögur Umhverfisstofnunar.

 

   

2.  

Dynjandi, endurskoðun á auglýsingu um friðlýsingu og mörkum náttúruvættisins - 2016020044

 

Umhverfisstofnun óskar eftir afstöðu Ísafjarðarbæjar til stækkunar náttúruvættisins Dynjanda og óskar eftir tilnefningu fulltrúa í samráðshóp. Bréf dags. 9. febrúar 2016. Erindið fór fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd, fund nr. 451, þann 24.2.2016

- bókun skipulags- og mannvirkjanefndar: Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í stækkun náttúruvættisins Dynjanda í samráði við sveitarfélagið. Nefndin leggur til að umhverfisnefnd tilnefni fulltrúa í samráðshópinn.

 

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í stækkun náttúruvættisins Dynjanda í samráði við sveitarfélagið og tilnefnir Línu Tryggvadóttur sem fulltrúa Ísafjarðarbæjar í samráðshópinn.

 

   

3.  

Asahláka í febrúar 2015 - vatnsflóð, lærdómsskýrsla, verksamningur við VSÓ ráðgjöf - 2015020033

 

Á 916. fundi bæjarráðs voru lögð fram drög að lærdómsskýrslu vegna flóðanna á Ísafirði í febrúar 2015. Bæjarráð vísaði skýrslunni til umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdanefnd. Minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs lagt fram.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

4.  

Samþykkt um búfjárhald - 2016010004

 

Lögð fram að nýju drög að samþykkt um búfjárhald í Ísafjarðarbæ.

 

Nefndin þakkar Búnaðarfélaginu Bjarma fyrir athugasemdirnar og felur upplýsingafulltrúa að ganga frá breytingum og leggja fyrir bæjarstjórn.

 

   

5.  

Bílastæði innan þéttbýlis - 2016030025

 

Kristín Hálfdánsdóttir og Jónas Þór Birgisson, fulltrúar D-lista í nefndinni, leggja til að tæknideild Ísafjarðarbæjar verði falið að finna laust pláss á hafnarsvæðinu á Ísafirði fyrir þá sem þurfa pláss fyrir einkabíla sína í nokkra daga t.d. þeirra sem huga á ferðir norður í friðland Hornstranda í sumar.
Greinargerð:
Talsverður vandi hefur skapast undanfarið ár vegna bíla sem lagt er í mislangan tíma víðast hvar um hafnarsvæðið, oftar en ekki í bílastæði fyrirtækja.
Til lausnar þessum vanda þá finni Tæknideildin lóð á hafnarsvæðinu, merki hana og auglýsi eftir einkaaðila til að sjá um rekstur hennar í sumar. Með því að beina öllum bílum sem leggja til lengri tíma á einn stað á hafnarsvæðinu má ætla að svæðið verði bæði öruggara og greiðfærara fyrir vikið.

 

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur vel í tillöguna og felur starfsmönnum nefndarinnar að fylgja málinu eftir.


Gunnar Jónsson yfigaf fundinn klukkan 08.50.

 

   

6.  

Jarðgerð - Hugelkultur - 2016020030

 

Kynning á jarðgerð og „hugelkultur“ frá Hildi Dagbjörtu Arnardóttur.

 

Nefndin þakkar kynninguna og lýsir yfir ánægju með verkefnið.

 

 

Gestir

 

Hildur Dagbjört Arnardóttir - 09:00


Helga Dóra Kristjánsdóttir yfirgaf fundinn klukkan 9.30.
Hildur Dagbjört Arnardóttir yfirgaf fundinn klukkan 10.15.

 

   

7.  

Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016 - 2016010027

 

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um sveitarstjórnalög (uppbygging ferðamannastaða), 219. mál.

 

Nefndin gerir ekki athugasemd við frumvarpið.

 

   

8.  

Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016 - 2016010027

 

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um uppbyggingu áningarstaða Vegagerðarinnar við þjóðvegi, 150. mál.

 

Nefndin gerir ekki athugasemd við frumvarpið.

 

   

9.  

Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016 - 2016010027

 

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um hæfisskilyrði leiðsögumanna, 275. mál.

 

Nefndin gerir ekki athugasemd við frumvarpið.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:20

 

 

Gunnar Jónsson

 

Kristín Hálfdánsdóttir

Helga Dóra Kristjánsdóttir

 

Jónas Þór Birgisson

Nanný Arna Guðmundsdóttir

 

Hálfdán Bjarki Hálfdánsson

Ralf Trylla

 

Brynjar Þór Jónasson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?