Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 21. fundur - 27. október 2015
Dagskrá:
|
1. |
Tjaldsvæði í Ísafjarðarbæ 2016 - 2015080043 |
|
|
Lagt fram erindi Umhverfisstofnunar, dags. 12.okt. 2015. Umhverfisstofnun óskar eftir því að Ísafjarðarbær taki afstöðu um sameiginlegan rekstur stofnunarinnar og sveitarfélagsins á salernum við náttúruvættið Dynjanda í Arnarfirði. |
||
|
Þar sem Ísafjarðarbær fer aðeins með skipulagsvald á svæðinu þá telur nefndin sig ekki hafa ákvörðunarvald og leggur til við bæjarstjórn að hún svari erindinu og bendi á að eigandi landsins er Rarik og umsjón með náttúruvættinu Dynjanda er hjá Umhverfisstofnun. |
||
|
|
||
|
2. |
Sorpmál 2017 - 2015020030 |
|
|
Umræða um lífrænan úrgang og svæðisáætlun. |
||
|
Nefndin óskar eftir því að bæjarstjóri taki upp viðræður við nágrannasveitarfélög um kosti þess að hefja jarðgerð úr lífrænum úrgangi á svæðinu. |
||
|
|
||
|
3. |
Gjald á einstaklinga vegna sorpförgunar í móttökustöð Funa - 2015080054 |
|
|
Fulltrúar D og B lista í nefndinni leggja til að eftirfarandi verði lagt til við bæjarstjórn: |
||
|
Nefndin felur tæknideild að kortleggja umfang verksins, meta kostnað við framkvæmdina og leggja upplýsingar fram fyrir næsta fund nefndarinnar. |
||
|
|
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:55
|
Nanný Arna Guðmundsdóttir |
|
Lína Björg Tryggvadóttir |
|
Kristín Hálfdánsdóttir |
|
Jóna Símonía Bjarnadóttir |
|
Hálfdán Bjarki Hálfdánsson |
|
Ralf Trylla |
|
Brynjar Þór Jónasson |
|
|