Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 18. fundur - 15. september 2015
Dagskrá:
|
1. |
Ágengar plöntur 2016 - 2015080042 |
|
|
Lögð fram samþykkt um búfjarðarhald í Ísafjarðarbæ frá 20.des 2001 og upplýsingar um samvinnu við íbúa um heftingu útbreiðslu á lúpínu. |
||
|
Nefndin felur umhverfisfulltrúa og garðyrkjufulltrúa að móta hugmyndir til upprætingu ágengra plantna og leggja fyrir nefndina. |
||
|
|
||
|
Gestir |
||
|
Matthildur Ásta Hauksdóttir - 08:00 |
||
|
|
||
|
|
||
|
2. |
Jarðskriðahætta og lúpína - 2015080083 |
|
|
Lagður fram tölvupóstur frá Kristínu Mörtu Hákonardóttur dags. 10.09.2015 um samhengi gróðurs og flóðahættu. Umhverfisfulltrúi óskar eftir heimild til rannsókna á hættu á jarðskriðum eða snjóflóðum vegna lúpínugróinna svæða fyrir ofan byggðarkjarna. |
||
|
Umhverfisfulltrúa falið að hafa samband við sérfræðinga hjá Veðurstofu Íslands og fleirum og afla frekari gagna um mögulega skriðuhættu á lúpínusvæðum. |
||
|
|
||
|
3. |
Tjaldsvæði í Ísafjarðarbæ 2016 - 2015080043 |
|
|
Lagðar fram sundurliðaðar kostnaðartölur og fjöldi gistinátta eftir tjaldsvæðum. |
||
|
Nefndin ætlar að taka rekstrarform tjaldsvæða í sveitarfélaginu til endurskoðunar, og þá sérstaklega rekstur tjaldsvæðisins við Dynjanda. |
||
|
|
||
|
4. |
Svæðisáætlun Sorpmála 2015 - 2015090028 |
|
|
Lagt fram erindi frá Lúðvík E. Gústafssyni um svæðisáætlun og samþykktir sem stjórntæki í úrgangsmeðhöndlun. Samkvæmt lögum nr. 55/2003 og reglugerð nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs, ásamt landsáætlun um meðhöndlun úrgangs, eiga sveitastjórnir að semja og staðfesta svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs sem byggist á markmiðum landsáætlunar. |
||
|
Lagt fram til kynningar. |
||
|
|
||
|
5. |
Gjald á einstaklinga vegna sorpförgunar í móttökustöð Funa - 2015080054 |
|
|
Bæjarráð vísar tillögu Marzellíusar Sveinbjörnssonar, bæjarfulltrúa B-listans, um að fallið verði frá gjaldtöku á einstaklinga í mótttökustöðinni í Engidal, til umsagnar umhverfis- og framkvæmdanefndar. |
||
|
Nefndin tekur ekki vel í tillögurnar þar sem hún vill ekki hækka sorpgjöld á íbúa, en telur rétt að skoða betur meðferð óvirks úrgangs í samvinnu við verktaka. |
||
|
|
||
|
Umsögnin óskast send fyrir 28. Ágúst 2015. |
||
|
6. |
Kalkþörunganám í Ísafjarðardjúpi - umsagnarbeiðni - 2015080041 |
|
|
Lagt er fram bréf Vals Klemenssonar, f.h. Skipulagsstofnunar, dags. 11. ágúst sl., þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um kalkþörunganám í Ísafjarðardjúpi. Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar umhverfis- og framkvæmdanefndar og skipulags- og mannvirkjanefndar. |
||
|
Lagt fram til kynningar. |
||
|
|
||
|
7. |
Gjaldskrár 2016 - 2015030048 |
|
|
Lögð fram drög að gjaldskrám vatnsveitu, holræsa, kattahalds, hundahalds, búfjáreftirlits, tjaldsvæða, áhaldahúss og sorpmála. |
||
|
Erindinu frestað til næsta fundar. |
||
|
|
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:50
|
Nanný Arna Guðmundsdóttir |
|
Lína Björg Tryggvadóttir |
|
Gunnar Jónsson |
|
Kristín Hálfdánsdóttir |
|
Jónas Þór Birgisson |
|
Hálfdán Bjarki Hálfdánsson |
|
Ralf Trylla |
|
Brynjar Þór Jónasson |