Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 10. fundur - 26. febrúar 2015

Dagskrá:

1.  

Eftirlit - Kubbur ehf. - Sorpmál. - 2011030081

 

Lögð fram á ný drög af nýrri útgáfu endurvinnslubæklings.

 

Upplýsingafulltrúa falið að gera breytingar á bæklingnum í samræmi við umræður á fundinum.

 

   

2.  

Sorpmál 2017 - 2015020030

 

Umræða um sorpmál 2017

 

Áframhaldandi umræða um sorpmál 2017.

 

   

3.  

Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2015 - 2015020078

 

Sent til umsagnar frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, þann 19. mars 2015
- frumvarp til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni (heildarlög, EES-reglur), 504. mál
- frumvarp til laga um farmflutninga á landi (aukið eftirlit, starfsleyfi o.fl., EES-reglur), 503. mál.

 

Nefndin sendir eftirfarandi umsögn við 503. mál:
"Mjög áríðandi sé að kostnaður við eftirlitið fari ekki fram úr tekjum af seldri þjónustu. Eins og fram kemur í frumvarpinu má ætla að auknar tekjur skili sér inn til Samgöngustofu vegna fleiri leyfisveitinga, allar hækkanir á leyfum og þjónustu lenda á endanum á neytendum í landinu."

Nefndin sendir eftirfarandi umsögn við 504. mál:
"Mjög áríðandi sé að kostnaður við eftirlitið fari ekki fram úr tekjum af seldri þjónustu. Eins og fram kemur í frumvarpinu má ætla að auknar tekjur skili sér inn til Samgöngustofu vegna fleiri leyfisveitinga, allar hækkanir á leyfum og þjónustu lenda á endanum á neytendum í landinu."

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:10

 

 

Gunnar Jónsson

 

Kristín Hálfdánsdóttir

Óðinn Gestsson

 

Jóna Símonía Bjarnadóttir

Hálfdán Bjarki Hálfdánsson

 

Brynjar Þór Jónasson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?