Þjónustuhópur aldraðra - 70. fundur - 24. maí 2012

Þetta var gert:

 

1.      Dagdeildir fyrir aldraða.

Lögð fram greinargerð Sædísar Maríu Jónatansdóttur um flutning allt að þriggja dagdeildarrýma frá Sunnuhlíð á Suðureyri til annarra byggðakjarna Ísafjarðarbæjar, þar sem þörfin fyrir dagdeildarrými er meiri. Í Sunnuhlíð er leyfi fyrir fimm dagdeildarrými en nýtingin síðustu ár er u.þ.b. tvö rými. Þjónustuhópur álítur að þarft sé að senda erindi til velferðarráðuneytisins og óska eftir sveigjanleika dagdeildarrýma sveitarfélagsins til að bæta nýtingu þeirra. Þjónustuhópur felur starfsmönnum fjölskyldusviðs að vinna greinargerð og erindi til velferðarráðuneytisins þar að lútandi.

Þjónustuhópur telur að flutningur á dagdeildinni á Hlíf yfir á hjúkrunarheimilið Eyri samrýmist ekki boðaðri hugmyndafræði og stefnu um nýtt hjúkrunarheimili, en telur að dagdeildarrými fyrir heilabilaða einstaklinga eigi að vera á hjúkrunarheimilinu. Skilgreina þarf mögulegan fjölda heilabilaðra einstaklinga.

 

2.      Hjúkrunarheimilið Eyri. 2011-12-0009.

Þjónustuhópur vill vekja athygli á eftirfarandi varðandi teikningu hjúkrunarheimilisins Eyrar: hársnyrtistofan er of stór, sameina má vakt og móttöku, hvergi virðist vera gert ráð fyrir fatahengi fyrir gesti og gera þarf ráð fyrir eldhúsi við sal. Þjónustuhópur telur mikilvægt að hugað verði að skjóli á lóð hjúkrunarheimilisins vegna hugsanlegs vindstrengs (nna) á lóðinni, svo íbúar geti notið góðviðrisdaga í öruggu umhverfi.

Þjónustuhópur gerir ráð fyrir að mikill sveigjanleiki sé mögulegur varðandi nýtingu hjúkrunarheimilisins til hjónavistunar. Tryggt sé að nægjanlegur fjöldi herbergja geri ráð fyrir samnýtingu hjóna.

           

3.      Hugmyndafræði og stefna fyrir nýtt hjúkrunarheimili á Ísafirði. 2011-12-0009.

Hugmyndafræði og stefna fyrir nýtt hjúkrunarheimili á Ísafirði lögð fram til kynningar.

 

4.      Önnur mál.

Helgi K. Sigmundsson kynnti fyrir þjónustuhópi boðaðar breytingar á reglugerð um hvíldarinnlagnir á hjúkrunarheimilum. Samkvæmt reglugerðinni er hægt að nýta allt að 10% af hjúkrunarrýmum til hvíldarinnlagna. Breytingin felst í því að færni- og vistunarmatsnefnd mun þurfa að samþykkja þessar hvíldarinnlagnir. Þjónustuhópurinn hvetur til þess að þessir möguleikar verði skoðaðir nánar og metnir.

 

5.      Trúnaðarmál.

Fjögur trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók þjónustuhóps aldraðra. Halldór Hermannsson og Guðmundur Hagalínsson véku af fundi undir þessum lið.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 15:30.  

 

Helgi Sigmundsson.                                                 

Rannveig Björnsdóttir.

Rannveig Þorvaldsdóttir.                                         

Halldór Hermannsson.

Guðmundur Hagalínsson.                                        

Sædís María Jónatansdóttir.             

Er hægt að bæta efnið á síðunni?