Þjónustuhópur aldraðra - 69. fundur - 3. febrúar 2012

Þetta var gert:

 

1.      Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis.

Margrét Geirsdóttir gerði grein fyrir störfum nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis og helstu verkefnum sem nú er unnið að. Þjónustuhópur er upplýstur um framvindu málsins. Sex arkitektastofur hafa verið valdar til að koma með tillögu um teikningu að hjúkrunarheimili og þann 4. apríl n.k. eiga þær að skila af sér. Þjónustuhópur telur æskilegt að hann fái tækifæri til þess að meta tillögurnar og skila umsögn eftir þörfum.

 

2.      Umsókn í framkvæmdasjóð aldraðra.

Þjónustuhópur aldraðra samþykkir eftirfarandi umsókn í Framkvæmdasjóð aldraðra.

 

Þjónustuhópur aldraðra telur að með endurnýjun í mötuneyti og matsal Hlífar muni aðstaða þar batna til muna. Húsgögn í matsalnum þarfnast endurnýjunar en einnig er nauðsynlegt að bæta aðstöðu í eldhúsinu sjálfu með sérstöku tilliti til gæðakerfis. Kröfur um endurnýtingu sorps hafa aukist en í eldhúsinu, sem er fremur lítið móttökueldhús, er engin aðstaða til sorpflokkunar. Því þarf að bregðast við með smávægilegri breytingu á innréttingu. Aðstaða til uppvöskunar þarfnast úrbóta, en auka þarf rými við vask og einnig þarf stærri vask og öflugri blöndunartæki til að bæta aðstöðu til skolunar á leirtaui. Jafnframt þarf að gera smávægilegar breytingar á aðstöðu til matarskömmtunar og festa kaup á nýjum kæliskáp, sem má vera heimilisísskápur.

Þjónustuhópur telur að með því að gera fyrirhugaðar breytingar skapist tækifæri til að auka virkni þeirra sem sækja þjónustu í mötuneytið en leitast hefur verið við að auka þátttöku íbúa t.d. með því að bjóða þeim sem vilja og geta að taka virkan þátt í undirbúningi og frágangi á matmálstímum. Ljóst er að margir hafa ánægju af því að fá tækifæri til að leggja sitt af mörkum. Matsalurinn nýtist einnig sem samkomusalur íbúa á Hlíf og reglulega eru þar haldnar samkomur sem jafnframt eru opnar fyrir fleirum en íbúum.

 

3.      Önnur mál.

 

Þjónustuhópur aldraðra.

Þjónustuhópur þakkar Halldóru Hreinsdóttur fyrir vel unnin störf með þjónustuhópi aldraðra. Jafnframt vill þjónustuhópur bjóða Rannveigu Björnsdóttur velkomna til starfa.

 

4.      Trúnaðarmál.

Þrjú trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók þjónustuhóps aldraðra. Halldór Hermannsson vék af fundi undir þessum lið.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 15:55.

 

Helgi Sigmundsson.                                                               

Rannveig Þorvaldsdóttir.

Sædís María Jónatansdóttir.              

Halldór Hermannsson.       

Er hægt að bæta efnið á síðunni?