Þjónustuhópur aldraðra - 68. fundur - 8. september 2011

Þetta var gert:

 

 

1.      Þjónusta við aldraða á Flateyri.

Lögð fram drög að niðurstöðum þarfagreiningar í þjónustu við aldraða á Flateyri og rætt um næstu skref. Þjónustuhópur lýsir yfir ánægju með það ferli sem hefur verið mótað m.a. með úttekt á þjónustu við aldraða.

 

2.      Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis, fundargerð.

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 3. og 4. fundar nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis.

 

3.      Önnur mál.

 

Þjónustuhópur aldraðra.

Þjónustuhópur þakkar Geirþrúði Charlesdóttur fyrir vel unnin störf með þjónustuhópi aldraðra. Jafnframt vill þjónustuhópur bjóða nýja fulltrúa Félaga eldri borgara á Ísafirði og í Önundarfirði, þá Halldór Hermannsson og Guðmund Hagalínsson velkomna til starfa.

 

4.      Trúnaðarmál.

Þrjú trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók þjónustuhóps aldraðra. Halldór Hermannsson og Guðmundur Hagalínsson véku af fundi undir þessum lið.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14.20

 

Helgi Sigmundsson.                                                               

Rannveig Þorvaldsdóttir.

Sædís María Jónatansdóttir.                                                  

Halldór Hermannsson.                                                           

Guðmundur Hagalínsson.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?