Þjónustuhópur aldraðra - 67. fundur - 21. febrúar 2011

Mætt voru: Rannveig Þorvaldsdóttir, formaður, Halldóra Hreinsdóttir, Helgi Sigmundsson og Geirþrúður Charlesdóttir.

Jafnframt mætti á fundinn Margrét Geirsdóttir forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu og einnig frá Skóla- og fjölskylduskrifstofu Sædís María Jónatansdóttir, sem jafnframt ritaði fundargerð.

 

Þetta var gert:

 

1.      Umsóknir í framkvæmdasjóð aldraðra.

Rætt um umsóknir í framkvæmdasjóð aldraðra vegna endurbóta á baðherbergi, breytinga í kjallara á Hlíf II og viðgerða á þakinu á Hlíf.

 

Jafnframt er sótt um í sjóðinn vegna breytinga á húsnæði vegna samþættingar heimahjúkrunar og heimaþjónustu og tilfærslu á heimaþjónustu.

 

2.      Dagvistarpláss aldraðra í Ísafjarðarbæ.

Fjallað um dagdeildarpláss fyrir aldraða í Ísafjarðarbæ. Þjónustuhópur telur að í ljósi stöðunnar í þjónustu við aldraða í sveitarfélaginu sé það forgangsatriði að leyfi fáist fyrir dagdeildarplássum fyrir heilabilaða á dagdeildinni á Hlíf.

 

Þjónustuhópur telur brýnt að styrkja grunnstoðir öldrunarþjónustu á Flateyri sérstaklega, eftir lokun hjúkrunardeildarinnar að Sólborg á Flateyri. Þjónustuhópur leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að sótt verði um fjármagn til velferðarráðuneytisins til að bæta aðstöðu öldrunarþjónustu á Flateyri. Jafnframt leggur þjónustuhópur til að metin verði þörf fyrir dagdeildarpláss aldraðra á Flateyri og leiði könnun í ljós þörf fyrir dagdeild, að sótt verði um dagdeildarpláss.  

 

3.      Hlíf, íbúðir aldraðra.

Rætt um íbúðir aldraðra á Hlíf og fyrirhugaðar skipulagsbreytingar. Þjónustuhópur vill fá að fylgjast með framvindu breytinganna.

 

4.      Trúnaðarmál.

Eitt trúnaðarmál rætt og færð til bókar í trúnaðarmálabók þjónustuhóps aldraðra. Geirþrúður Charlesdóttir vék af fundi undir þessum lið.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16:45

 

Halldóra Hreinsdóttir

Helgi Sigmundsson

Sædís María Jónatansdóttir

Rannveig Þorvaldsdóttir

Geirþrúður Charlesdóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?