Þjónustuhópur aldraðra - 48. fundur - 4. maí 2007

Mætt voru:  Rannveig Þorvaldsdóttir, formaður, Helgi Sigmundsson,  Halldóra  Hreinsdóttir, Geirþrúður Charlesdóttir og 


Margrét Geirsdóttir sem ritaði fundargerð.  


Þetta var gert:



1. Samstarf sveitarfélaganna og Heilbrigðisstofnunarinnar um þjónustu við aldraða.   


Lagðar fram hugmyndir um sameiginlega stjórnun og samþáttun heimahjúkrunar HSÍ og heimaþjónustu Ísafjarðarbæjar og Súðavíkur frá Halldóru Hreinsdóttur hjúkrunarfræðingi og Helga Sigmundssyni lækni.   Jafnframt lögð fram ýmis gögn sem varða samþættingu heimaþjónustu og heimahjúkrunar. 


Þjónustuhópurinn leggur áherslu á að ofangreindri samþættingu verði komið á í heilsugæsluumdæminu, sem nær yfir tvö sveitarfélög, þannig að sem best og skilvirkust þjónusta verði veitt þeim sem um hana sækja.   Þjónustuhópurinn mun halda áfram vinnu við gerð áætlunar þar að lútandi.



2. Skýrsla nefndar um leiðir til að styrkja atvinnulíf á Vestfjörðum. 


Tillögur er lúta að málefnum aldraðra kynntar og ræddar.  Þjónustuhópurinn hefur áhyggjur af því að ekki er að finna í umræddum tillögum, tilvísun til boðaðrar aukningar um tíu hjúkrunarrými sbr. yfirlýsingu ráðherra þar að lútandi á fundi sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar ásamt starfsmanni Skóla- og fjölskylduskrifstofu voru viðstaddir.


 


Fleira ekki gert, fundi slitið kl.  16.45


Rannveig Þorvaldsdóttir, formaður.


Helgi Sigmundsson.                    


Halldóra Hreinsdóttir.     


Geirþrúður Charlesdóttir.                    


Margrét Geirsdóttir.





 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?