Stjórn Þróunar- og starfsmenntunarsjóðs Ísafjarðarbæjar - 21. fundur - 28. apríl 2008

Til fundarins voru mætt Gerður Eðvarsdóttir mannauðsstjóri sem ritaði fundargerð, Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri, Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Jóhann Birkir Helgason sviðsstjóri framkvæmdarsviðs, Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri skóla- og fjölskyldusviðs, Þorleifur Pálsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Jón Oddsson fjármálastjóri.Eftirfarandi gert:1.Umsóknir um styrki í Þróunar- og starfsmenntunarsjóð 2007-2008


Lagðar fram 3 umsóknir um styrki úr sjóðnum vegna skólaársins 2007-2008 frá eftirtöldum aðilum:


Sæunn S. Sigurjónsdóttir kt. 211177-5519, leikskólakennaranám við KHÍ


Erna Björg Jónsdóttir kt. 050576-4349, leikskólakennaranám við KHÍ


Bæjar- og héraðsbókasafnið Ísafirði, kynnisferð 6 starfsmanna til Stokkhólms


Samþykkt var að veita Sæunni og Ernu styrk


Afgreiðslu umsóknar Bæjar- og héraðsbókasafnsins frestað, ákvörðun um styrkveitingu verður tekin þegar ljóst er hvaða aðra styrki safnið fær til ferðarinnar.


 


2. Endurskoðun á reglum sjóðsins.


Mannauðsstjóri lagði fram tillögu að breyttum reglum til yfirferðar og endurskoðunar. Nokkrar athugasemdir komu fram og mun áfram verða unnið í að móta endanlegar reglur fyrir sjóðinn.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:30


Gerður Eðvarsdóttir, mannauðsstjóri


Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri


Jóhann B. Helgason, sviðsstjóri


Jón Oddsson, fjármálastjóri


Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri


Þorleifur Pálsson, sviðsstjóri


Halldór Halldórsson, bæjarstjóriVar efnið á síðunni hjálplegt?