Stjórn skíðasvæðis - 9. fundur - 1. mars 2007

Á fundinn mættu: Steingrímur Einarsson, formaður, Arna Lára Jónsdóttir, Þórunn Pálsdóttir, Björgvin Sveinsson, forstöðumaður Skíðasvæðis og Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi. Þá mættu Jóhanna Jóhannsdóttir og Sigurborg Þorkelsdóttir, fulltrúar Kvennabrekku og Rúnar Óli Karlsson, atvinnu- og ferðamálafulltrúi Ísafjarðarbæjar.   Fundargerð ritaði Jón Björnsson.


Þetta var gert:



1. Kvennabrekka. Samskipti, verkefni framundan o.fl.


Fulltrúar Kvennabrekku mættu og ræddu um sölu árskorta, tilboðssölu korta, sölu Páskakorta o.fl.  Brýnt er að undirbúa kortasölu vegna Skíðavikunnar í tíma. Gestasókn hefur verið ágæt það sem af er vetrar.  Rætt um nauðsyn þess að fjölga vetrargestum frá öðrum landshlutum og vandann samhliða því, ekki síst skort á annarri stoðþjónustu. 



2. Markaðssetning Skíðasvæðis.


Brýnt er að hefja auglýsingaherferð fyrir Skíðasvæðið nú þegar.  Lögð voru fram drög að kynningaráætlun um auglýsingar í fjölmiðlum og netsíðum og ákveðið að hefja þá vinnu þegar í næstu viku.  



3. Ástand á skíðasvæði, viðhaldsáætlanir, rekstur o.fl. 


Forstöðumanni falið að setja fram áætlun um viðhald og stöðu viðhaldsmála Skíðasvæðisins og koma með á næsta fund.  Jafnframt verði lögð fram áætlun um frágang Skíðasvæðisins í vor. 



4. Endurnýjun útlánshjálma.


Tekið fyrir bréf frá Margréti Halldórsdóttur, þar sem ábending kom fram um nauðsyn þess að Skíðasvæðið endurnýji skíðahjálma til útlána fyrir börn.  Forstöðumaður hefur þegar hafið vinnu að málinu.



5. Önnur mál.


a. Funda þarf með Skíðafélaginu vegna væntanlegra jarðvegsframkvæmda á Skíðasvæðinu komandi sumar.  Jafnframt þarf að tryggja að öll framkvæmdaleyfi liggi fyrir.


b. Lagt fram bréf frá Hildi Sveinsdóttur, Landsbanka Íslands, þar sem Skíðasvæðinu er boðin þátttaka í bankakortum fyrir yngri viðskiptavini. Óskað er efti afsláttarkjörum fyrir korthafa.  


Nefndin hafnar erindinu.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 13:27.


Steingrímur Einarsson, formaður.


Þórunn Pálsdóttir.     


Arna Lára Jónsdóttir. 


Björgvins Sveinsson.     


Sigurborg Þorkelsdóttir.


Rúnar Óli Karlsson.     


Jóhanna Jóhannsdóttir.


Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?