Stjórn skíðasvæðis - 5. fundur - 14. desember 2006

Á fundinn mættu: Steingrímur Einarsson, formaður, Þórunn Pálsdóttir, Haraldur Tryggvason, Björgvin Sveinsson, umsjónarmaður Skíðasvæðis og Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi.


Þetta var gert:1. Ráðning umsjónarmanns


Rætt um lausráðningu umsjónarmann Skíðasvæðis.  Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að ganga frá ráðningasamningi við Björgvin Sveinsson.2. Fjárhagsáætlun. - Opnun Skíðasvæðis eftir áramót.


Rætt um fjárhagsáætlun, opnunartíma og gjaldskrá Skíðasvæðisins í vetur.  Ákveðið að íþrótta- og tómstundafulltrúi framreikni kostnað við lyftur og lyftuvörslu jafnt í dag- sem kvöldstarfi og leggi fyrir nefndina. 


Nefndin leggur til að Skíðasvæðið verði formlega opnað 2. janúar 2007.  Opnunartími í Tungudal til að byrja með verði frá klukkan 15:00 til 20:00 á virkum dögum og frá 10:00 til 16:00 um helgar.  Göngusvæðið verður opnað klukkan 16:00 virka daga og klukkan 13:00 um helgar.  Nefndin endurskoðar opnunartíma á fyrsta fundi í janúar 2007. 3. Gjaldskrá Skíðasvæðis


Nefndin leggur til eftirfarandi verðskrá fyrir Skíðasvæðið 2007.


Dagskort fullorðnir, virkir dagar, kr.  1.200.-


Dagskort fullorðnir, helgar,  kr.  1.500.-


Dagskort börn, virkir dagar, kr.     500.-


Dagskort börn, helgar, kr.  700.-


Vetrarkort fullorðnir,  kr. 18.000.-


Vetrarkort börn, kr.  9.000.-


Helgarkort fullorðnir (föstud. ? sunnud.), kr.  3.000.-


Helgarkort börn (föstud. ? laugard.),  kr.  1.400.-


Vikukort (fullorðnir),  kr.  7.000.-


Vikukort (börn), kr.  3.000.-


Verð á göngukortum verður skoðað á næsta fundi nefndarinnar.4. Opnun vegar upp á Seljalandsdal.


Björgvin Sveinssyni falið að tala við Vegagerðina og skoða umfang og kostnað     við opnun vegarins upp á Seljalandsdal.5. Önnur mál.


Haraldur Tryggvason óskar eftir tímabundnu leyfi frá nefndarstörfum, þar sem   hann hefur ráðið sig til starfa á Skíðasvæði Akureyrar til vors. Varamaður tekur sæti hans.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 14:00.


Steingrímur Einarsson, formaður.


Þórunn Pálsdóttir.    


Haraldur Tryggvason.


Björgvin Sveinsson, starfsmaður Skíðasvæðis


Jón Björnsson,     íþrótta- og tómstundafulltrúi.     Er hægt að bæta efnið á síðunni?