Stjórn skíðasvæðis - 31. fundur - 25. nóvember 2008

Á fundinn mættu: Steingrímur Einarsson, formaður, Þórunn Pálsdóttir, Jakob Tryggvason í stað Örnu Láru Jónsdóttur og forstöðumaður skíðasvæðis, Úlfur Guðmundsson. Fundargerð ritaði Steingrímur Einarsson.



Þetta var gert.



1. Umsjón skíðaskálans í Tungudal. - Veitingar og miðasala.


Kvennabrekka hefur óskað eftir því að losna frá rekstri og umsjón skálans í Tungudal.


Forstöðumaður skíðasvæðis mun taka við umsjón skálans og miðasölu. Til þess að svo megi verða þarf að fara í nokkrar breytingar á aðstöðu innan skálans því starfsmannaaðstaða færist af neðri hæð upp á jarðhæð skálans. Við það er starfsmönnum svæðisins sköpuð framtíðar-aðstaða.


Forstöðumaður mun eftir þessa aðgerð sjá um og bera ábyrgð á miðasölu, eftirliti og þrifum á skálanum.



2. Yfirvinna starfsmanna. ? Opnunartímar skíðasvæða.


Ákveðið hefur verið að loka skíðasvæðunum fyrr á virkum dögum í vetur þannig að starfsmenn geti yfirgefið svæðið ekki síðar en 18:45. Þetta þýðir að skíðasvæðunum er lokað 18:30 í síðasta lagi. Um helgar verður opnað kl. 11:00 í stað 10:00 áður og lokað kl. 17:00.



3. Ljósabúnaður.


Starfsmenn svæðanna passi upp á að ljós séu ekki kveikt nema þegar þess þurfi nauðsynlega, auk þess verður settur upp sjálfvirkur slökkvibúnaður á göngusvæðinu, þar sem ljós slökkna sjálfkrafa í síðasta lagi kl. 23:00.



4. Lokun á skíðasvæðum.


Að öllu jöfnu verður skíðasvæðunum lokað tvo daga í viku hverri, föstudaga og mánudaga. Þessi aðgerð er unnin í náinni samvinnu við þjálfara. Stjórn skíðasvæðisins veitir hins vegar forstöðumanni ákveðinn sveigjanleika til að færa til opnun. T.d. þegar illa viðrar aðra daga, en þá sem svæðin eru lokuð og eða mót fyrirhuguð.


Þessi ákvörðun mun gilda fram að áramótum en endurskoðuð í samráði við forstöðumann og stjórn Skíðafélags Ísafjarðar á mánaðarlegum fundum stjórnanna.



5. Verðskrá Skíðasvæða Ísafjarðabæjar


Stjórn skíðasvæða Ísafjarðarbæjar leggur til, að sömu verð gildi á svæðunum og voru sl. vetur. Ein breyting er þó þar á, þar sem komið verður á sérstöku ?fullorðinsgjaldi?, sem gildir á  barnasvæðinu eingöngu. Þetta er gert til að koma til móts við þá sem vilja leyfa börnum sínum að fara á skíði og þá án þess að foreldri þurfi að borga fullt gjald sem gildir í allar lyftur. Auk þessa hefur forstöðumaður, með heimild stjórnar, nú þegar afhent börnum í fyrsta og öðrum bekk í grunnskólum Ísafjarðarbæjar árskort á skíðasvæðin, börnunum að kostnaðarlausu.


Fleira ekki gert, fundagerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 12:30.


Steingrímur Einarsson, formaður.


Þórunn Pálsdóttir.


Jakob Tryggvason.


Úlfur Guðmundsson.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?