Stjórn skíðasvæðis - 30. fundur - 6. nóvember 2008

Á fundinn mættu: Steingrímur Einarsson, formaður, Hermann Hermannsson í stað Þórunnar Pálsdóttur, Arna Lára Jónsdóttur og forstöðumaður skíðasvæðis Úlfur Guðmundsson. Fundargerð ritaði Steingrímur Einarsson.Þetta var gert.1. Rekstur skíðasvæða Ísafjarðarbæjar.


Kannaðar voru og ræddar ýmsar leiðir, sem allar miða að því að ná niður kostnaði eins og frekast er unnt vegna reksturs skíðasvæðanna. Stjórn og umsjónarmanni svæðisins er ljós brýn nauðsyn á, að draga þurfi úr kostnaði eins og frekast er hægt, en þó þannig að það bitni sem allra minnst á þjónustu við notendur.


Stjórnin er sammála um að ekki megi ganga of langt í niðurskurði á þjónustu því hætta sé á að með því fækki notendum á svæðinu.


Stjórn skíðasvæðis stefnir að því að ljúka tillögum og leggja fyrir bæjarráð svo fljótt sem auðið er og eigi síðar en 14. nóvember n.k.


Formanni stjórnar og umsjónarmanni svæðisins falið að fullmóta tillögur. 

Fleira ekki gert, fundagerð upp lesin og samþykkt,  fundi slitið kl. 13:45.


Steingrímur Einarsson, formaður.


Arna Lára Jónsdóttir.


Hermann Hermannsson.


Úlfur Guðmundsson.Er hægt að bæta efnið á síðunni?