Stjórn skíðasvæðis - 3. fundur - 22. nóvember 2006

Á fundinn mættu: Steingrímur Einarsson, formaður, Þórunn Pálsdóttir, Haraldur Tryggvason, Jóhann Króknes Torfason, forstöðumaður Skíðasvæðis og Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi.


Þetta var gert:1. Fjárhagsáætlun 2007.


Fjárhagsáætlun komandi rekstrarárs yfirfarin.  Nefndin óskar eftir því að tillögur fjárhagsáætlunar 2007 verði framreiknaðar útfrá þeim forsendum sem settar voru fram v. fjárhagsáætlunarvinnu rekstrarársins 2007.  Það er  hækkun rekstrarliða um 8% og tekjuliða um 10%. 


Jafnframt óskar nefndin eftir 200.000 króna viðbótarframlagi til rekstrar næsta árs, vegna hækkunar á hita- og rafmagnskostnaði.


Þá leggur stjórnin til að forstöðumaður endurskoði rekstrarliða og millifæri fjármagn af minna nýttum liðum á kostnaðarliði sem hafa aukist s.s. viðhald, olíukaup o.fl.2. Opnun Skíðasvæðis.


Fjallað um þær aðstæður sem nú eru uppi og möguleika þess að opna skíðasvæðið sem fyrst.  Rætt um hugmyndir Skíðafélags Ísfirðinga, um aðkomu félagsins að opnun svæðisins til áramóta. 


Forstöðumaður Skíðasvæðis telur, að forsendur þess að opna skíðasvæðið sé ráðning starfsmanns með forstöðumanni vegna öryggisþátta.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 13:31.


Steingrímur Einarsson, formaður.


Þórunn Pálsdóttir.    


Haraldur Tryggvason.


Jóhann Króknes Torfason, forstöðumaður Skíðasvæðis.    


Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi.     


  Er hægt að bæta efnið á síðunni?