Stjórn skíðasvæðis - 29. fundur - 13. október 2008

Á fundinn mættu: Steingrímur Einarsson, formaður, Þórunn Pálsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir og forstöðumaður skíðasvæðis, Úlfur Guðmundsson. Fundargerð ritaði Steingrímur Einarsson.



Þetta var gert.



1. Flutningur á gæsluvallarhúsi. 2006-05-0022


Með bréfi dags. 30.09.08 óskar bæjarráð eftir umsögn stjórnar skíðasvæðis vegna flutnings á gæsluvallarhúsinu við Túngötu upp á skíðasvæðið.


Stjórn skíðasvæðisins telur nauðsyn á að fram fari úttekt á heildarkostnaði við framkvæmdina auk þess að unnin verði áætlun um nýsmíði á sambærilegu húsi til samanburðar.  Stjórn skíðasvæðisins getur því ekki tekið afstöðu til þessa fyrr en nákvæmari upplýsingar um kostnað liggja fyrir.



2. Opnun skíðasvæðisins 2008/2009.


Opnun skíðasvæðisins veturinn 2008/2009 er með sama sniði og áður. Ekki er gert ráð fyrir að opnað verði fyrr en eftir 1. desember n.k. Að öðru leyti er opnun lögð í hendur forstöðumanns.    



3. Önnur mál.


a. Forstöðumaður lagði fram bréf ætlað börnum fæddum 2001/2002, þar sem þau eru boðin velkomin til leiks á skíðsvæðum Ísafjarðabæjar, en þessi börn fá afhent frítt kort á skíðasvæðin eins og var í fyrra.


b. Farið yfir öryggismál og áætlað að vinnu við hönnun vinnuferla og útgáfu öryggismöppu verði lokið fyrir n.k. áramót.


c. Forstöðumaður fór yfir framkvæmdir sumarsins og kostnað vegna þeirra.


Fleira ekki gert, fundagerð upp lesin og samþykkt,  fundi slitið kl. 13:00.


Steingrímur Einarsson, formaður.


Arna Lára Jónsdóttir.


Þórunn Pálsdóttir.


Úlfur Guðmundsson.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?