Stjórn skíðasvæðis - 28. fundur - 1. júní 2008

Á fundinn mættu: Steingrímur Einarsson, formaður, Þórunn Pálsdóttir og í stað Örnu Láru Jónsdóttur mætti Jakob Tryggvason, að auki er mættur forstöðumaður skíðasvæðis, Úlfur Guðmundsson. Fundargerð ritaði Steingrímur Einarsson.



Þetta var gert.


1. Nýframkvæmdir á skíðasvæðunum.



Farið yfir stöðu fyrirhugaðra framkvæmda skíðasvæðanna og lagður fram listi frá umsjónarmanni eigna Ísafjarðabæjar Jóhanni Bæring Gunnarssyni, um nauðsynlegar nýframkvæmdir vegna ársins 2008.


Forstöðumanni skíðsvæðanna falið að leita eftir tilboðum í samráði við tæknideild bæjarins, í þau verk sem  nauðsynlegt er talið að farið verði í sumar 2008, s.s. drenun á barnasvæðinu í Tungudal.



2. Viðhald búnaðar skíðasvæðanna 2008.


Lagður fram til kynningar lista um nauðsynlegt viðhald skíðasvæðanna sumarið 2008. Ljóst að mikil vinna er framundan vegna opnunar skíðsvæðanna 2008/2009.


Forstöðumanni falið að kostnaðargreina framkvæmdir og leita eftir tilboðum í viðhaldsframkvæmdir.   



3. Staða fjármála svæðisins. 


Lögð fram til kynningar útskrift fjárhagsbókhalds skíðasvæðisins dags. 28.05.08. og hún yfirfarin. Tekjur skíðasvæðanna hafa aukist um tæp 40% á milli ára, launakostnaður hefur aukist nokkuð m.a. vegna landsmóts og meiri kostnaðar, en reiknað var með við Fossavatnsgönguna. Opnunardögum hefur fjölgað. Formanni stjórnar falið að vinna að greiðsluáætlun í samvinnu við forstöðumann svæðanna vegna áranna 2008 / 2009.



4. Bílamál forstöðumanns Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar.


Samkvæmt samningi við forstöðumann Skíðasvæða ber Ísafjarðarbæ, að sjá honum fyrir bifreið  til afnota. Vonast stjórnin til þess að þeir, er málið heyrir undir, sjái til þess að staðið verði við samninginn.


Fleira ekki gert, fundagerð upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 12:45.


Steingrímur Einarsson, formaður.


Þórunn Pálsdóttir.


Jakob Tryggvason. 


Úlfur Guðmundsson.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?