Stjórn skíðasvæðis - 26. fundur - 14. apríl 2008

Á fundinn mættu: Steingrímur Einarsson formaður, Arna Lára Jónsdóttir og Hermann Hermannsson í staðinn fyrir Þórunni Pálsdóttur. Jafnframt forstöðumaður skíðasvæðis Úlfur Guðmundsson, Shiran Þórisson AtVest og Jóhann B. Gunnarsson verkefnisstjóri eignasjóðs Ísafjarðarbæjar.


Fundargerð ritaði Steingrímur Einarsson.


Þetta var gert.1. Öryggismál.


Farið yfir stöðu skýrslu vegna öryggismála skíðasvæðanna.


Vinnu skýrslunnar miðar vel og nú þegar hafa merkingar verið stórbættar. Áætlað er að nefndin skili loka tillögum að bættum ferlum þann 1. júní 2008.2. Fyrirtækjadagar.


Stjórn skíðasvæða Ísafjarðarbæjar leggur til að fyrirtæki Ísafjarðarbæjar fái hvert um sig einn dag frían á skíðasvæðunum. Fyrirtækin mega velja dag og þurfa einungis að hafa samband við forstöðumann svæðisins. Áætlað er að loka skíðasvæðunum eftir helgina 3. ? 4. maí n.k. 3. Staða skýrslu um framtíðaruppbyggingu og markmið skíðasvæða Ísafjarðarbæjar.


Shiran Þórisson frá AtVest mætti og fór yfir stöðu skýrslu skíðasvæðanna. Nokkuð vantar á að hægt sé að klára skýrsluna, m.a. vantar alla skipulags- og kostnaðaráætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á gönguskíðasvæðinu á Seljalandsdal. Stefnt er að því að ljúka gerð skýrslunnar 1. júní 2008.4. Staða fjármála svæðisins.


Lögð fram til kynningar útskrift fjárhagsbókhalds skíðasvæðisins og hún yfirfarin.


Fleira ekki gert, fundagerð upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 14:00.


Steingrímur Einarsson, formaður.


Arna Lára Jónsdóttir.


Hermann Hermannsson.


Úlfur Guðmundsson, forstöðumaður.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?