Stjórn skíðasvæðis - 25. fundur - 22. febrúar 2008

Á fundinn mættu: Steingrímur Einarsson, formaður, Arna Lára Jónsdóttur, Þórunn Pálsdóttir, Úlfur Guðmundsson, forstöðumaður skíðasvæðis og fyrir hönd Kvennabrekku sameignarfélags Sigurborg Þorkelsdóttir og Jóhanna Jóhannesdóttir, er mættu undir 3. lið dagskrár.   Fundargerð ritaði Steingrímur Einarsson.


Þetta var gert.



1. Öryggismál.


Vegna slyss sem átti sér stað þann 5. febrúar s.l. er ljóst að brýn nauðsyn er að yfirfara alla verkferla tengda öryggismálum svæðisins. Í ljósi þessa hefur verið tekin ákvörðun um að skipa nefnd til að fara yfir öryggismál almennt til að tryggja eins og frekast er kostur öryggi á svæðinu. Nefndinni er ætlað að vinna hratt og skila tillögum sínum í lok mánaðarins. Nefndinni er ætlað að fara yfir alla verkferla þegar slys ber að höndum, auk þess að skoða með hvaða hætti hægt er tryggja öryggi gesta og starfsfólk svæðanna sem allra best og minnka þannig líkur á slysum.



2. Skipun fulltrúa stjórnar Skíðasvæðis í byggingarnefnd.


Lagt er til að Jakob Tryggvason verði fulltrúi stjórnar Skíðasvæðis í byggingarnefnd, um framkvæmdir á skíðasvæðum Ísafjarðarbæjar. Hann kemur í stað Haraldar Tryggvasonar.



3. Frágangur samninga við Kvennabrekku.


Farið yfir drög að samningi Ísafjarðarbæjar og Kvennabrekku sameignarfélags, vegna þjónustu í Skíðaskálanum í Tungudal.  Nauðsynlegt er talið að gera nokkra leiðréttingu á greiðslum, enda hefur þjónusta Kvennabrekku aukist og hækkun rúmast innan fjárhagsáætlunar svæðisins. Nýr samningur verður lagður fram til samþykktar.



4.  Fyrirhuguð kaup á snjótroðara fyrir Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar.


Farið yfir tilboð sem borist hafa í snjótroðara. Stjórn Skíðsvæðis leggur til, að fyrir valinu verði Kässbohrer PB600 og er verð skv. tilboði    24.191.731 EU CIF REK.


Fleira ekki gert, fundagerð upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 15:30.


Steingrímur Einarsson, formaður.


Arna Lára Jónsdóttir.        


Þórunn Pálsdóttir.


Úlfur Guðmundsson.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?