Stjórn skíðasvæðis - 22. fundur - 30. nóvember 2007

Árið 2007, klukkan 12:00 föstudaginn 30. nóvember hélt stjórn Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar fund að Á fundinn mættu:  Steingrímur Einarsson, formaður, Jakob Tryggvason, nýkjörinn varamaður í stað Örnu Láru Jónsdóttur og Þórunn Pálsdóttir.  Fundargerð ritaði Steingrímur Einarsson.


Þetta var gert.



1. Þjónusta í skíðaskála Tungudal.


Farið yfir samning bæjarins við Kvennabrekku sf. ákveðið að leggja endurskoðaðan samning fyrir Kvennabrekku sf. til skoðunar og samþykktar.



2. Staða skíðasvæðis.


Farið yfir stöðu svæðisins og möguleika, formanni falið að kalla eftir skýringum og forsendum á gjaldaliðum fjárhagsáætlunar.



3. Ráðning á forstöðumanni


Farið yfir stöðu mála varðandi ráðningu forstöðumanns skíðasvæðisins. Nauðsynlegt er talið að frágangi ráðningar sé flýtt, sem frekast er kostur, þannig að forstöðumaður geti hafið störf sem fyrst. 


Fleira ekki gert, fundagerð upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 13:15.


Steingrímur Einarsson, formaður.


Jakob Tryggvason.       


Þórunn Pálsdóttir.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?