Stjórn skíðasvæðis - 21. fundur - 15. nóvember 2007

Á fundinn mættu:  Steingrímur Einarsson, formaður, Arna Lára Jónsdóttir og Þórunn Pálsdóttir.  Fundargerð ritaði Steingrímur Einarsson.


Þetta var gert.



1. Gjaldskrá fyrir veturinn 2007/2008.


Samþykkt var að sama gjaldskrá gildi og veturinn 2006/2007, að því undanskildu að vetrarkort fullorðinna lækka í kr. 13.000.- og barna í kr. 7.000.-. Vetrarkort gilda frá fyrsta opnunardegi til 1. maí 2008.



2. Þjónusta í skíðaskála.


Samþykkt var að boða Kvennabrekku sf., til fundar til að endurskoða þjónustusasmning þann sem í gildi er.  Þórunni Pálsdóttur falið að boða til fundarins.



3. Opnunartími.


Samþykkt er að sami opnunartími sé í gildi og var veturinn 2006/2007.



4. Kynning á Eignasjóði.


Jóhann Bæring Gunnarsson, verkefnastjóri á tæknideild, kynnti fyrir stjórn Skíðasvæðis starfssemi eignasjóðs.


Formanni stjórnar falið að kynna sér fyrirkomulag innri leigu vegna rekstrar og viðhalds svæðisins og hafa samband við sviðsstjóra.



5. Lagt fram bréf frá stjórn Skíðafélagsins þar sem óskað er eftir ýmsum búnaði vegna Skíðamóts Íslands 2007.


Umbeðnum tillögum vísað í fjárhagsáætlanagerð vegna ársins 2008.


Fleira ekki gert, fundagerð upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 13:35.


Steingrímur Einarsson, formaður.


Arna Lára Jónsdóttir.       


Þórunn Pálsdóttir.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?