Stjórn skíðasvæðis - 2. fundur - 17. nóvember 2006

Á fundinn mættu: Steingrímur Einarsson, formaður, Þórunn Pálsdóttir, Haraldur Tryggvason, Jón Páll Hreinsson, Hermann Hermansson, Ingibjörg María Guðmundsdóttir, yfirmaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu og Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi.


Arna Lára Jónsdóttir mætti ekki.


Þetta var gert:1. Erindisbréf stjórnar.


Lögð fram drög að erindisbréfi stjórnar Skíðasvæðis.


Stjórn Skíðasvæðis leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fram lagt erindisbréf stjórnar.2. Fjárhagsáætlun 2007.


Lögð fram fjárhagsáætlun ársins 2007 miðað við forsendur bæjarstjórnar.


Lagt fram til kynningar.3. Yfirkeyrsla skíðasvæðis.


Lagðir fram minnispunktar starfsmanna um ástæður fyrir yfirkeyrslu á rekstrarkostnaði ársins 2006.


Stjórn Skíðasvæðis óskar eftir upplýsingum frá starfsmönnum, um kostnað við að opna skíðasvæðið og að reka það út frá ákveðnum einingum s.s. viku, degi, klst..


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 13:07


Steingrímur Einarsson, formaður.


Þórunn Pálsdóttir.    


Haraldur Tryggvason.


Jón Páll Hreinsson.    


Hermann Hermansson.


Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi.     


Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðum. Skóla- og fjölskylduskrifst.  Er hægt að bæta efnið á síðunni?