Stjórn skíðasvæðis - 19. fundur - 30. október 2007

Á fundinn mættu: Steingrímur Einarsson, formaður, Jón Páll Hreinsson, Hermann Hermannsson, Þórunn Pálsdóttir,  Arna Lára Jónsdóttir  og Jón Björnsson.  Fundargerð ritaði Jón Björnsson


Þetta var gert:



1. Ráðning forstöðumanns Skíðasvæðis.


Rætt um ráðningu forstöðumanns skíðasvæðis. Nauðsynlegt er að ráða og fá forstöðumann til starfa sem fyrst.   


Lagt er til að formaður nefndarinnar hefji ráðningarferli ásamt starfsmönnum sveitarfélagsins sem að starfsmannamálum koma.



2. Framtíðarsýn og markmið Skíðasvæðisins.


Vinna við framtíðarsýn og markmið er komin af stað.  Ýmsar hugmyndir og drög eru komin að framtíðaruppbyggingu svæðisins. Sem stendur er áherslan lögð á framkvæmdir og endurnýjun búnaðar.



3. Viðhald.


Fara þarf yfir viðhaldsframkvæmdir, sem framundan eru og gera kostnaðaráætlun vegna þeirra. Hefja þarf störf á skíðasvæðinu strax á næstu dögum og undirbúa svæðið til vetraropnunar.  Brúa þarf tímabilið þar til forstöðumaður tekur til starfa með ráðningu annarra starfsmanna nú þegar. 



4.  Önnur mál.


Lögð fram dagskrá Skíðamóts Íslands sem haldið verður á Ísafiðri í mars 2008.


Rætt um framkvæmdir á öðrum skíðasvæðum á landinu. M.a. eru sex nýjir snjótroðarar á leið til landsins þessa dagana, sem dreifast víðsvegar um landið.  Snjóframleiðsla er þegar hafin Akureyri. Brýnt er að endurnýja m.a. snjótroðara á skíðasvæðinu, enda troðararnir komnir til ára sinna, viðhaldsfrekir og ótryggir vegna óvæntra bilanna undanfarið


Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 13:00.


Steingrímur Einarsson, formaður.


Þórunn Pálsdóttir.      


Arna Lára Jónsdóttir. 


Jón Páll Hreinsson.      


Hermann Hermannsson.


Jón Björnsson.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?