Stjórn skíðasvæðis - 18. fundur - 11. október 2007

Á fundinn mættu: Steingrímur Einarsson, formaður, Þórunn Pálsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir  og Jón Björnsson. 


Fundargerð ritaði Jón Björnsson.


Þetta var gert:1. Framkvæmdir á Skíðasvæðinu.


Rætt um framkvæmdir sem fara þarf í á Skíðasvæðinu, tækja- og búnaðarkaup, uppbyggingu o.fl.  Nefndin telur að nauðsynlegt sé að forgangsraða væntanlegum verkefnum og kostnaðargreina þau. Stofnkostnaður er mikill og þarf að tryggja stofnfé.  Rætt um mikilvægi þess að farið verði í stefnumótunarvinnu.  Nefndarmenn skipta með sér verkefnum vegna væntanlegra stefnumótunar.    2. Skíðahlið.


Rætt var um skíðahlið (Ski-Data), sem sett yrðu við upphafsstöðvar skíðalyftna.  Nefndin stefnir að því að kaupa skíðahlið þegar á þessu ári ef rekstrarafgangur verður af reksri ársins. 3. Fjárhagsáætlun Skíðasvæðis.


Framundan er vinna við fjárhagsáætlun Skíðasvæðis fyrir komandi rekstrarár 2008.  Ákveðið var að nefndarmenn komi að þeirri vinnu á næsta fundi nefndarinnar, sem haldin verður fljótlega.4. Önnur mál.


Haraldur Tryggvason hefur óskað eftir að láta af störfum í stjórn Skíðasvæðis.  Eru Haraldi þökkuð vel unnin störf.


Næsti fundur nefndarinnar verður haldinn 24. otóber n.k. klukkan 12:00 í Gamla apótekinu.  Meðal fundarefna eru gerð fjárhagsáætlunar, fyrstu drög að stefnumótun og könnuð kaup á skíðahliði. Verða allir nefndarmenn boðaðir á fundinn.


Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 13:15.


Steingrímur Einarsson, formaður.


Þórunn Pálsdóttir.      


Arna Lára Jónsdóttir. 


Jón Björnsson.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?