Stjórn skíðasvæðis - 13. fundur - 19. júní 2007

Á fundinn mættu: Steingrímur Einarsson, formaður, Haraldur Tryggvason, Þórunn Pálsdóttir, Jóhann Bæring Gunnarsson, verkefnastjóri Eignasjóðs Ísafjarðarbæjar og Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi.  Frá Skíðafélagi Ísfirðinga mættu Guðjón Ólafsson, Jóhann Torfason, Þröstur Jóhannesson og  Jónas Gunnlaugsson.   Fundargerð ritaði Jón Björnsson.


Þetta var gert:



1. Væntanlegar framkvæmdir á Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar 2007 - 2008.


Fulltrúar  Skíðafélags Ísafjarðar óskuðu eftir fundi með stjórn Skíðasvæðis og kynntu hugmyndir sínar varðandi framkvæmdir á Skíðasvæðinu í Tungudal og Seljalandsdal.  Áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar eru allt að 100 miljónir króna. Gert er ráð fyrir að fjármagn til framkvæmda verði tryggt með annars vegar fjármagni samkvæmt Vestfjarðarsamningi samtals 60 miljónir króna og framlagi einstaklinga um 40 miljónir króna.  Í framkvæmdar-áætluninni er gert ráð fyrir jarðvegsframkvæmdum á Skíðasvæðinu og óskaði stjórn Skíðafélagsins eftir því við stjórn Skíðasvæðis að framkvæmdirnar yrðu kynntar fyrir umhverfisnefnd og fengið fyrir þeim leyfi. 


Lagt var til að fulltrúi stjórnar Skíðasvæðis og fulltrúi Skíðafélagsins mæti á næsta fund umhverfisnefndar, kynni framkvæmdirnar og æski framkvæmdar-leyfis og/eða endurnýjunar deiliskipulags fyrir Skíðasvæðið í Tungudal og á Seljalandsdal.


Fleira ekki gert, fundagerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið klukkan 21:23


Steingrímur Einarsson, formaður.


Haraldur Tyggvason.     


Þórunn Pálsdóttir.


Jóhann Bæring Gunnarsson, verkefnastjóri Eignasjóðs.        


Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi.


Jóhann Torfason,  fulltrúi Skíðafélagsins.                                                   


Jónas Gunnlaugsson, fulltrúi Skíðafélagsins.


Guðjón Ólafsson, fulltrúi Skíðafélagsins.                                               


Þröstur Jóhannesson, fulltrúi Skíðafélagsins.  





Er hægt að bæta efnið á síðunni?