Stjórn skíðasvæðis - 12. fundur - 29. maí 2007

Á fundinn mættu: Steingrímur Einarsson, formaður, Haraldur Tryggvason, Þórunn Pálsdóttir, Björgvin Sveinsson, forstöðumaður Skíðasvæðis og Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi.  Fundargerð ritaði Jón Björnsson.


Þetta var gert:1. Yfirfarinn rekstur liðins vetrar.


Lagðir fram reikningar Skíðasvæðisins og yfirfarnir. Rekstrarstaða er viðunandi og eftirstöðvar munu nægja til að opna Skíðasvæðið í haust ef veður og snjóalög leyfa.  Tekjur af sölu korta á Skíðasvæðinu urðu meiri en áætlun gerði ráð fyrir, þrátt fyrir umtalsverða lækkun á verði árskorta. Opnunardagar s.l. vetrar voru um 80 talsins.2. Framkvæmdir á Skíðasvæðinu.


Rætt um framkvæmdir á Skíðasvæðinu og stöðu þeirra.  Funda þarf með stjórn Skíðafélagsins fljótlega og fara yfir stöðu mála.3. Öflun upplýsinga vegna vetrarstarfsins.


Safna þarf ýmsum upplýsingum vegna vetrarins s.s. núverandi ástands tækja og svæðis,  kostnaður vegna mótahalds og Skíðaviku, nákvæmur fjöldi opnunardaga, sala árskorta o.fl. 


Íþrótta- og tómstundafulltrúa og forstöðumanni Skíðasvæðisins falið að safna umræddum upplýsingum fyrir næsta fund nefndarinnar.4. Önnur mál.


Rætt um starfsálag á Skíðasvæðinu.  Forstöðumaður telur að álag á starfsmönnum hafi verið mikið í vetur, of fáir starfsmenn, lítið um frí og erfitt að fá afleysingamenn.  Þá mætti bæta starfsaðstöðu í lyftuskúrum. 


Rætt um ýmiss rekstrarform á Skíðasvæðinu og hvaða leið væri farsælust fyrir svæðið.  Jafnframt var rætt um framtíð Skíðasvæðisins og rekstrarstöðu þess næstu árin.  Nauðsynlegt er að fá fund með ráðamönnum sveitarfélagsins um framtíðaráform í rekstri svæðisins.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:07.


Steingrímur Einarsson, formaður.


Haraldur Tyggvason.     


Þórunn Pálsdóttir.


Björgvins Sveinsson, forstöðumaður Skíðasvæðis.    


Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?